Skírnir - 01.01.1984, Blaðsíða 305
SKÍRNIR
DÓMUR í DAGSLJÓSI
299
sem flestar eru a£ þeim toga að ákefð ritgerðarhöfundar í leit að „fyrir-
myndum" hefur leitt hann til hæpinna ályktana út frá einstökum dæmum,
stundum vegna þess að skort hefur á heildarsýn hans, svo að hann gerir
ekki mun á aðal- og aukaatriðum, fer það ekki á milli mála að hér er af mik-
illi elju dreginn saman sá efniviður, sem Halldór Laxness vann skáldverk
sitt úr, og er naumast hægt að gera ráð fyrir að neinir veigamiklir þættir
hafi orðið út undan. Fremur hefur höfundur gengið of langt í því að tína
til vafasama og á stundum lítilsverða smámuni, og kemur raunar stundum
fyrir að lesanda leikur meiri forvitni á að vita um „rætur“ þess sem ekki er
nefnt í bók Eiríks Jónssonar en sumra þeirra smámuna sem þar eru nefndir.
T.a.m. væri forvitnilegra að heyra um hvort einhverjar fyrirmyndir hafi ver-
ið hafðar til hliðsjónar þegar kaflinn um bréf maddömunnar i Eydal til
Jórunnar dóttur hennar var saminn (HiS Ijása man, 233.-235. bls.), heldur
en hvaðan orðin um „hlaupandi stráka", „að söðla glæp á óhapp" og „kvið-
arávöxtur" væru fengin. Enn fremur til hvers er vfsað i tólfta kafla Hins
Ijósa mans 196. bls.: „Gamall húski í Grundarfirði sefur ekki á nóttinni,
heldur vakir og er að horfa á einn gulldúkat /. . ./.“ Eða þrettánda kafla
sömu bókar (210. bls.): „Einusinni var gömul kona sem dó af samviskubiti,
sagði Snæfríður. Hún hafði gleymt að gefa kálfinum. Vísast hún hafi ekki
átt systur." Enn fremur hvort versið á 178. bls. í Eldi i Kanpinhafn sé frum-
ort af höfundi eða fengið að láni, breytt eða óbreytt.
V
E£ ritgerðarhöfundur gekk stundum fulllangt í leitarákefð sinni að „rót-
um“ og aðföngum íslandsklukkunnar, verður allt annað uppi er kemur að
hinum meginþætti verks hans: Að gera grein fyrir, hvernig skáldið vann úr
efniviði sínum, eða sýna svo að notuð séu orð höfundar sjálfs „/. . ./ hvern-
ig hann /Halldór Laxness/ notar afla sinn, breyttan eða óbreyttan, ellegar
hvernig hann verður honum hvati til sjálfstæðrar sköpunar." (365. bls.).
Er skemmst frá því að segja að þessari annarri meginspumingu viðfangs-
efnis síns lætur ritgerðarhöfundur ósvarað.
Verk hans er fyrst og fremst það að leita uppi og birta „fyrirmyndir" og
„heimildir" skáldsins.
Hvergi er neins konar tilraun til flokkunar eða niðurskipunar heimilda
eftir eðli þeirra, svo sem í sagnfræðilegar, menningarsögulegar eða stxllegar
fyrirmyndir, né mats á því hvernig úr þeim sé unnið.
Aðferð ritgerðarhöfundar er sú að rekja sig eftir hinum fullgerða texta
skáldverksins kafla eftir kafla og birta hverjar á eftir annarri eða hlið við
hlið „fyrirmyndir" og búta lokatextans. Mætti e.t.v. segja að hann léti hverj-
um og einum lesanda sínum eftir að meta og skilgreina hvernig skáldið hafi
unnið verk sitt. Af þessum vinnubrögðum leiðir, að lesandi fær glögga mynd
a£ efnisöflun og aðföngum sem Halldór Laxness notaði þegar hann samdi