Skírnir - 01.01.1984, Síða 332
324
PETER HALLBERG
SKÍRNIR
Salka Valka örlög sín frekar en hver annar maður? Er hún ekki þvert á móti
óvenjulega glöggskyggn og viljasterk stúlka, og þar að auki gædd næmri rétt-
lætiskennd, að því leyti eldri systir Uglu í Atómstöðinni?
Þjóðfélagsmál og lífsskoðanir yfirleitt eru að meira eða minna leyti uppi-
staða í verkum Halldórs Laxness. Að fylgja þróun þeirra og breytingum
gegnum öll árin verður þannig eitt aðalverkefni í lýsingu texta hans. Fyrir
kemur að Spnderholm beitir hér hugtökunum ögn kæruleysislega. Það er
fullmikið sagt að „Arnas Arnæus’ politiske indsats gár ud pá at skabe en
retfærdig, socialistisk stat“ (67). Arnas vill vissulega réttlæti handa íslend-
ingum, bætt réttarfar og hagfræðikjör. En um sósíalisma er auðvitað ekki
að ræða, enda væri það alltof áberandi tímaskekkja í þessu sambandi.
Um eftirlitsmanninn í Brekkukotsannál segir S0nderholm: „Hvis man vil
forstá ordet sá bredt som rnuligt, kan man kalde hans holdning for social-
isme, men derimod ikke for marxisme" (271). En þó að sósíalisminn sé tek-
inn í mjög upplitaðri merkingu, þá virðist fráleitt að flokka hugsunarhátt
eftirlitsmannsins, eða Björns afa, undir það hugtak. Ætli við séum ekki hér
miklu nær taóismanum eins og Laxness hefur skilið hann: nokkurs konar
þjóðleg íhaldssemi, sálarró og umburðarlyndi, samfara góðlátlegri tortryggni
gagnvart yfirvöldum og framfarabrölti.
Á hinn bóginn finnst mér skýring út frá taóisma varla eiga heima á vissum
öðrum stöðum. Þegar Arnas Arnæus og Snæfríður láta sig dreyma „et tus-
indársrige pá Island", „hvor elementer fra ’V0lvens Spádom’ smelter sammen
med tao“ (223), á ég fyrir mitt leyti bágt með að sjá að taó eigi hlut í þeirri
framtíðarsýn. Eins virðist sú staðhæfing hæpin að talsvert af „taoistisk ánd“
(259) sé að finna í Gerplu. Það er að vísu satt að hetjurnar tvær fá aftur og
aftur „tilbud om at leve i en paradisisk tilværelse" og kjósa samt að lifa
samkvæmt „deres falske ideal“ (68). En friður og sveitasæla eru ekki nóg til
að samsvara taóisma, þó að hugtakið sé skilið á rnjög frjálslyndan hátt.
Sumar hugleiðingar Sönderholms um táknræn atriði kunna að koma dá-
litið framandi fyrir sjónir. Ekki er ég sannfærður um að „den forældrel0se
kalv“ við götuna hjá húsi séra Jóns Prímuss sé „et symbol pá Umbi“ (331) —
enda er sú tilgáta alls ekki rökstudd. Kálfur þessi hefur að vísu sitt hlutverk í
sögunni, en hann stendur þar svo að segja fyrir sínu. Ég get ekki heldur
fundið að það sé neinn fótur fyrir „den underfundige forklaring pá, at der
gang pá gang tales om Umbis fodbeklædning". Ástæðan til þeirrar skýring-
ar kvað vera sú að heilög Teresa og Juan de la Cruz, sem eru mikilvægt
samtalsefni Úu og Umba, tilheyrðu bæði „de barfodede karmelitere" (331).
En í fyrsta lagi er aldrei minnst á þetta einkenni karmelitareglunnar, eða á
karmelita yfirleitt. í öðru lagi er talað um skó Umba löngu áður en hann
hittir Úu. í þriðja lagi er ósjaldan minnst á skófatnað í öðrum verkum
skáldsins.
Stundum gerir vart við sig tilhneiging til að draga alltof ákveðnar álykt-
anir um hugmyndalega afstöðu bæði sögupersóna og lesenda. Þannig segir
um Umba að „han vælger pastor Jon Primus som ideal og ikke pseudoviden-