Skírnir - 01.01.1984, Side 335
SKÍRNIR
RITDÓMAR
327
/— — —/, eine Einsichtsdistanz zwischen der erlebenden und der erzahlenden
Persönlichkeit an.“ (26—27) Hér er varla um tvískipta meðvitund („Ein-
sichtsdistanz") Uglu að ræða. Sem áhorfandi og þátttakandi í lífi umhverfis-
ins gerir hún sér auðvitað stundum sínar liugmyndir um hvernig hún kem-
ur fólki kringum sig fyrir sjónir. Að því leyti hlýtur hún að vera eins og
aðrir menn. Að hún gerir sér grein fyrir því og segir frá því, felur alls ekki
í sér að hún sé klofin í tvo persónuleika („Persönlichkeit"): einn sem tekur
þátt í lifi sögunnar og annan sem segir frá þvf.
Spurningunni hvernig eigi að skilja söguna og boðskap hennar í heild er
svarað á máli sem hefur blæ af myndagátu eða jafnvel véfrétt. Við fáum
fyrst að vita að „die fiktive Erzahlerin", þ. e. a. s. Ugla, skapar heim sög-
unnar og miðlar („vermittelt") okkur persónum þeim sem sagt er frá:
„Es ist aber auch zu beachten, dass das durch den Erzahl-Vorgang offen-
barte Bewusstsein relativierbar ist durch seinen Bezug auf die Werknorm,
das im Text manifeste Autorbewusstsein. Die Bedeutung des Romans kann
vom Leser aiso nur aufgrund der Kenntnisnahme aller Kommunikations-
niveaus, der Ebene der erzahlten und der erzahlenden Figuren und der
abstrakten normativen Ebene in ihrer hierarchischen Schichtung generiert
werden." (24)
Að því ieyti sem hægt er að snúa þessu á íslensku, eða á venjulegt mál
yfirleitt, hlýtur það að merkja eitthvað á þessa leið: Meðvitund sú („Be-
wusstsein") sem birtist í frásögninni (,,Erzahl-Vorgang“), þ. e. a. s. frásögn
Uglu, fær afstætt gildi („relativierbar") í samspiii sínu við hugtak það sem
hér er nefnt verðmælir eða verðmætamat verksins sem slíks („Werknorm"),
en það er meðvitund höfundarins („Autorbewusstsein") eins og hún opin-
berast f textanum. Til þess að framleiða („generieren") merkingu skáldsög-
unnar í heild sinni verður lesandinn að þekkja og skilja öll stig boðskipta
(„Kommunikationsniveaus") innan sögunnar, sem sé stig bæði persóna þeirra
sem sagt er frá og þeirra sem segja frá, auk þess óhlutstæða stigs sem setur
sínar reglur („abstrakten normativen Ebene") og virðist vera nokkurs konar
andi svífandi yfir vötnunum, alstaðar nálægur. Öil þessi stig á að skoða í
afstöðu og gildi þeirra sín á milli („in ihrer hierarchischen Schichtung").
í styttra máli, ef ég hef þá ekki misskilið inntak þessarar klausu: Til pess
aS gera okkur heildarmynd af sögunni verðum við að taka tillit til allra
þeirra sjónarmiða sem gera vart við sig, og reyna að vega og meta gildi
þeirra. Að þvf ég best veit er þetta sjálfsagt skilyrði til að túlka skáldsögu.
En ég hef aldrei séð þessa einföldu reglu orðaða með svo svifastirðum og
flóknum tilburðum.
Annað aðaláhugamál Aldo Keels, auk frásagnarformsins, er sem sagt hug-
myndaheimur skáldverkanna. Þegar um Atómstöðina er að ræða er organ-
istinn auðvitað í brennidepli. Að sögn Keels er umburðarlyndið eiginleiki
sá sem framar öllu einkennir hugsun hans og framkomu. Það er vafalaust
rétt athugað svo langt sem það nær. Hins vegar get ég ekki verið höfund-
inum sammála þegar hanti dregur þá ályktun að hugsunarháttur organistans