Skírnir - 01.01.1984, Blaðsíða 300
SKÍRNIR
294 EIRÍKUR JÓNSSON
Slík dltínsla smárra atriða — einstakra orða og orðasambanda er ekki geta
talist sjaldséð — með veigalitlum rökstuðningi eða hreinum getgátum getur
naumast aukið miklu við þekkingu á „rótum" íslandsklukkunnar. Fyrir
kemur að alls ekki er ljóst hvað ritgerðarhöfundur ætlast fyrir með sambirt-
ingu texta úr skáldverkinu og texta eldra ritverks.
Dæmi um það er upphaf umfjöllunar hans um átjánda kafla Elds i Kaup-
inhafn á 360. bls. er hljóðar svo:
„Á einum stað í Almannagjá snýr Öxará við í farvegi sfnum einsog henni
hafi ofboðið, og brýst þversútúr gjánni. Þar verður hylur kvennanna hinn
mikli, Drekkíngarhylur, . . . (203)
Hér gilda lögmál veruleikans.
Loks er 4. staðurinn, þar sem sakamenn voru líflátnir á Alþingis-staðn-
um, sakakonum drekkt . . . Drekkingarhylur í Öxará, hylurinn ofan-við
neðri fossinn, uppi í Almannagjá . . . Sveinn Pálsson getur um þennan hyl
f ánni, án þess þó að nafngreina hann: „Strax her vesten for styrter Óxar-
aaen ned i giauen, og efter at flyde et Stykke ei langs samme, skiærer [den]
sig giennem dens söndre væg, her ovenfor dannes som et Svælg, som delin-
quentinder forhen bleve drugnede udi.“l"
Neðanmáls vísar höfundurinn svo skilmerkilega til um það að sfðari til-
vitnunin er tekin úr riti Matthíasar Þórðarsonar Þingvöllur. AlþingisstaÖ-
urinn forni, Rvk. 1945
Eina, sem höfundur hefur að segja, er: „Hér gilda lögmál veruleikans."
Hvað ætlast hann þá fyrir með birtingu síðari tilvitnunarinnar? Á lesandi
að draga þá ályktun að Halldór Laxness, sem ólst upp við vesturrætur Mos-
fellsheiðar, hafi fremur stuðst við landfræðilega lýsingu Sveins Pálssonar á
dönsku en eigin þekkingu á staðháttum á Almannagjá?
Út frá texta íslandsklukkunnar skýtur ritgerðarhöfundur stundum eigin
hugdettum um samtímaskáldverk eða jafnvel yngri verk inn í röksemda-
færslu sína fyrir „rótum" og efnisföngum.
Af þvf tagi má nefna dæmi af 78. bls.:
„Þegar ferjan fór frá vesturbakka Ölfusár urðu þrír eftir, „. . . tveir lffs,
einn liðinn." (80) I hugann kemur bók eftir Sigurd Christiansen sem kom
út á fslensku árið 1935 undir nafninu Tveir Iffs og einn liðinn."
Af 140. bls.:
„Áðan þegar hann fékk mér hrfnginn aftur sagði ég við sjálfan mig, hvor
skyldi vera fátækari hann eða Jón Hreggviðsson frá Rein. Mikið má vera ef
ekki á stórt böl eftir að hitta slíkan mann. (224)
Hér eiga við orð Völuvísu:"
Tilfærir síðan erindi úr kvæðinu. Vfst geta orð Völuvísu átt við, en ekki
geta þau verið „rætur" tuttugu árum eldra verks.
Langsótt er hugdetta ritgerðarhöfundar á 190. bls. þar sem hann segir:
„Viðureign Magnúsar við kistu Snæfríðar og heitingar hans við „manninn
f kistunni" sýna á táknrænan hátt skilning hans á hver stendur Snæfrfði