Skírnir - 01.01.1984, Blaðsíða 304
SKÍRNIR
298 EIRÍKUR JÓNSSON
von og rómantískri riddaramennsku, en svart hins vegar böl, dauða og ógn
hins illa. í tveimur orðum sagt eru þessir litir oft tákn góðs og ills.
Um þetta eru fjölmörg dæmi í ýmsum tilbrigðum. Nægir að minna á svört
og hvít segl í Tristrams sögu; svartklæddar konur og ljósklæddar konur á
hvítum hestum i Þiðranda þœtti og Þórhalls; svartan hest Grutta Gráskeggs
og hvítan hest Sálna-Mikjáls í Draumkvœðinu norska; ellegar hvítir hestar
rómantískra riddara og ástmanna í yngri skáldskap. „Hans stolte hvide gang-
er“ skildi eftir sig hófatak í hjarta í „En liden islandsk vise“ Jóhanns Sigur-
jónssonar. „Þú komst í hlaðið á hvxtum hesti," kvað Davíð Stefánsson.
Af þessu má sjá hversu hæpið það er að rekja þetta minni til einnar
ákveðinnar fyrirmyndar.
í annan stað er skilningur ritgerðarhöfundar á notkun þessa minnis i
Mágus sögu jarls vafasamur. Hann segir: „í Mágus sögu jarls tákna hvítir
hestar giftu og dökkklæddir menn á svörtum hestum hið gagnstæða “ (26.
bls.).
Umrætt minni um hvíta og svarta hesta kemur fyrir undir lok Mágus sögu
jarls Jrar sem segir frá því er Geirarður jarl í Smálöndum kom til liðs við
Elinborgu drottningu á Frakklandi, er Príams Serkjakonungur ætlaði að
leggja undir sig ríki hennar og taka hana sjálfa. Varð þar mikil orrusta og
stóð þrjá daga.
Á fyrsta degi bardagans höfðu Geirarður og menn hans svarta hesta og
svartar herfórur, á öðrum degi hvíta hesta og herfórur, á þriðja degi aftur
svarta hesta og herfórur og loks á fjórða degi, er Geirarður hefur unnið sig-
ur og heldur inn i Reimsborg „/. . ./ sjá borgarmenn, at þessir enu frægu
menn þrír ríða á hvítum hestum með gyllta hjálma ok til herbúða." (Mágus
saga jarls, Rvk. 1916. 259—260. bls.).
Ekki er unnt að skilja orð ritgerðarhöfundar öðruvísi en svo að hann telji
að Geirarður og menn hans hafi táknað giftu á öðrum og fjórða degi en hið
gagnstæða á fyrsta og þriðja degi, hvernig svo sem slík túlkun á að ganga
upp.
Á 324.-325. bls. er minnst á Hornstrendingabók Þórleifs Bjarnasonar og
lofsamleg ummæli Halldórs Laxness 1943 um hana, en síðan er tekin upp
klausa úr Hornstrendingabók ,,um ugg þeirra sem stunduðu bjargsig:
Margir reyndu að brynja sig kulda og kæruleysi og á þann hátt deyfa við-
bjóð sinn og óhugnað. Og sumir þeirra gátu sýnt þá forherðingu hugar-
farsins, að bölva niðri á sextugu, en það þótti vottur um óguðlegt kæruleysi
gegn hættunum og storkun gegn himnaföðumum að bölva niðri í bjargi.13
Orðalagið „ . . . heyra má glaðan sigmann bölva niðrá sextugu á jóns-
messunótt." (145) kann að eiga að nokkru upptök sín í þessari frásögn."
Enda þótt þessi ályktun verði naumast kölluð hæpin, mun hún ekki vera
rétt. „Rætur" setningarinnar „iðandi fuglabjörg þverhnípt í sjó þar sem
heyra má glaðan sigmann bölva niðrá sextugu á jónsmessunótt" mun mega
rekja til munnlegrar frásagnar Vilmundar Jónssonar landlæknis.
Þótt þannig megi koma með ýmsar aðfinnslur við þennan þátt ritsins,