Skírnir - 01.01.1984, Side 333
SKÍRNIR
RITDÓMAR
325
skabsmanden Godman Syngmann" (83), og að Umbi „(og læseren) skal vælge
mellem pacifisten og militaristen" (323). Auðvitað er séra Jóni og Godman
Sýngmann lýst sem sterkum andstæðum með gerólíku viðhorfi til lífsins.
Umba eykst að vísu skilningur á séra Jóni og hlýhugur til hans eftir þvf sem
þeir kynnast betur. En það er langt frá því að Urnbi taki eindregna afstöðu
með þessum sérkennilega sálnahirði eða sjái hann sem „ideal". Og hvað
Godman Sýngmann snertir, þá eru hugsanir hans og athafnir í þessu sam-
bandi svo fjarsta:ðukenndar — með fáránlegar endurlífgunartilraunir o.s.frv.
— að slík fígúra kemur varla til greina sem „ideal", hvorki Umba né lesenda.
En hvers vegna eigurn við, og Umbi, endilega að velja annan hvorn kostinn?
Hér er um skáldsögu að ræða, lýsingu á margþættu og dularfullu lífi, en
ekki um siðferðis- og uppeldisfræðilegt rit.
í kaflanum um Brekknkotsannál, sem er líklega einn athyglisverðasti
þáttur bókarinnar, segir um Garðar Hólm að hann „optræder som det
sataniske princip, som Elverkongen, der kan lokke og drage barnet bort;
men han er dræbende, ikke livgivende. Han er fristeren pá bjerget" (265).
Frægð Garðars Hólm sem söngvara er að vísu blekking ein, og hlutskipti hans
í raun og veru ömurlegt, þó að hann reyni í lengstu lög að dylja það fyrir
öðrum með því að koma fram á yfirlætislegan hátt. En það er fjarri því
að hann sé nokkurs konar djöfullegur freistari Alfgríms. Þegar Garðar
talar lengi og innvirðulega við drenginn í kaflanum „Kvöld á leiði Gabríels
höfuðeingils", þá er það í fullri einlægni og af bitru raunsæi. Engum dylst
að hann er þar að tala um eigin reynslu og örlög. Og hann er sannarlega að
sýna Álfgrími framtíð og frægð íslensks söngvara í tvíræðu og dapurlegu
ljósi. Orð hans eru varla til þess fallin að „freista" drengsins, fremur til þess
að verða honum alvarlegt umhugsunarefni.
Og „söngur" Garðars í dómkirkjunni, að Álfgrími og móður söngvarans,
heyrnar- og sjónlausri, einum viðstöddum er lítt „satanisk" sýning. Hér er
um að ræða nístandi afhjúpun allrar veraldarfrægðar, alveg eins og í sam-
tali Garðars og Álfgríms tveimur köflum á undan; „Og svo geingu þessi
hljóð nærri mér, að ég sá mér þann kost vænstan að troða orgelskrjóðinn af
öllum lffs og sálar kröftum til að taka yfir þennan saung eða að minstakosti
hamla á móti honum í von um að ég bærist af.“ (Bls. 296.) Mynd söngvarans
hefur ekki orðið drengnum nein freisting á fjalli, heldur hvöt til að rann-
saka dýpra eðli listar og listamennsku.
4
Innovation und Restauration. Der Romancier Halldór Laxness seit dem
Zweiten Weltkrieg (Basel/Frankfurt am Main 1981) eftir Aldo Keel er að því
ég best veit þriðja doktorsritgerðin um skáldið fram að þessu. Sú fyrsta var
Das Problem Dichter und Gesellschaft im Werke von Halldór Kiljan Lax-
ness. Ein Beitrag zur modernen islandischen Literatur (Giessen 1966) eftir
Giinter Kötz. Önnur í röðinni var fyrrnefnt rit Gunnars Kristjánssonar.
(Þegar þetta er skrifað eigum við von á doktorsritgerð Árna Sigurjónssonar,