Skírnir - 01.01.1984, Blaðsíða 104
100 KRISTJÁN JÓNSSON SKÍRNIR
á gangi nokkuð langt frá byggðinni í dalnum, heyrði hún þá
hundagey og litlu síðar hó eigi alllágt, og með því hún vissi
þar eigi nokkurs manns von, og var óvön öllu slíku, varð hún
hrædd og tók á rás heim til bæjar síns. Þetta var Sigurður, er
þá var í fjárleit; gat hann sjeð til ferða Helgu, og með því hann
var nokkru hugaðri en hún, og gat sjer til að þetta mundi vera
einhver stúlka úr dal þeim, er hann hafði heyrt getið um að þar
lægi eigi alllangt frá, og sem hann þó eigi vissi í liverri átt lá,
þá rjeðist hann í að fara á fund hennar, því löngunin til að sjá
menn, sem hann svo lengi hafði orðið að vera án, vaknaði nú
aptur hjá honum; en stúlkan flúði undan, en þar eð hann var
fljótari og þrekmeiri, sem vonlegt var, þá dró skjótt saman með
þeim, og er þau fundust varð þeim heldur en ekki starsýnt hvoru
á annað; og er þau höfðu um hríð glápt hvort á annað eins og
tröll á himnaríki, tókust þau tali og spurðu hvort annað að
nafniogheimili, ogþá er þau höfðu sagt hvort öðru allt af ljetta,
fór þeim að þykja vænt hvoru um annað. Kom þeim ásamt um,
að þau skyldu búa saman, og einangrast eigi lengur svona sitt í
hverjum dal.
Segir nú sagan ekki frá hvernig þeim samdi um hið nýja bú-
skaparlag, er þau nú hugðu að byrja á, en hins er getið, að þau
fluttu sig bæði í annan dalinn, og geðjaðist mæta vel hvoru að
öðru, og varð nú lífið, sem áður var þeim leitt og langt, bæði
Ijett og skemmtilegt, og býst jeg við að engum komi til hugar, að
rengja þá sögu mína. Maður er manns gaman, og þó að vjer
daglega kvörtum yfir vonzku og hverflyndi mannanna, þá fell-
ur oss þó þungt að verða að vera án þeirra, þó eigi sje nema um
nokkra daga. Nú þótt langur vani kunni nokkurn veginn að
sætta oss við einveruna, þá verður þó náttúran aldrei lamin svo
með lurk, að vjer eigi söknum samlífsins við mennina, og æskj-
um þess. Vjer gjörum því ráð fyrir að enginn furði sig á því, þó
Sigurður yrði feginn að finna mann eftir svo langa einveru, og
eigi síður fyrir því, að maður sá, sem hann nú fann, var kven-
maður rjett á borð við hann, og þar að auki fríður og álitlegur
í sjón og raun. En jeg er nú farinn að villast frá efninu, eins og
þegar Bjarni Rector ritar „Program" þá villist hann frá efninu
og fer að tala um hákalla og lúður, og færist í þann ásmóð, að