Skírnir - 01.01.1984, Blaðsíða 325
SKÍRNIR
RITDÓMAR
317
Romanwerk ,Jleimsljós“ von Halldór Laxness og var tekin gild af guðfræði-
deild Ruhr-háskólans í Bochum 1978. Ég hef áður fjallað um hana í Tima-
riti Máls og menningar, 3. hefti 1979, og ætla ekki að endurtaka sjónarmið
mín hér. Mig langar aðeins að bæta einu atriði við.
Gunnar segist sjálfur í ritgerð sinni vera undir sterkum áhrifum frá Paul
Tillich, einum kunnasta guðfræðingi okkar tíma, en í augum Tillichs er
starfssvið guðfræðingsins talsvert víðtækara en hjá flestum starfsbræðrum
hans af hefðbundnari skóla. Það nær yfir menningu okkar svo að segja f
heild sinni, þar sem hún vitnar um verðmæti þau og hugsjónir sem ákveða
lífsskoðun og trú manna. í því sambandi verða einnig „veraldlegar" bók-
menntir mikilvægt hugðarefni guðfræðinga. Það er í þessum anda sem
Gunnar Kristjánsson nálgast verkefni sitt.
A síðari árum hefur hugtakið og orðið hermeneutik ’túlkunarfræði’ borið
hátt í umræðu um hugvísindi — enda er „túlkun” að lokum það sem flest
veltur á í þeim greinum. Frá fornu fari hafa hugsuðir greint að þrjú stig
túlkunarfræðinnar: subtilitas intelligendi ’skilningur’, subtilitas explicandi
’útlagning’ og subtilitas applicandi ’notkun, beiting’. Þar sem þessi fræði
áttu upptök sín i guðfræði (biblíuskýringu) og lögfræði, var sjálfsagt að
gleyma aldrei þriðja stiginu, „beitingunni”. Það er sem sé ekki nóg að skilja
og útleggja merkingu lagagreinar eða greinar trúarlegs og siðferðilegs eðlis.
Slíkum textum er beinlínis ætlað að stjórna hegðun okkar og lífi. Þeim er
„beitt” í dómum og sálubótarstarfi.
En hvaða gildi hefur þetta sjónarmið í túlkun skáldskapar? Hvernig á að
beita því þegar um Hamlet eða Don Qiiijote er að ræða? Nútíma bókmennta-
fræðingar hafa oftast lítið sinnt um subtilitas applicandi. Ef til vill hefur
sú hlið málsins fremur þótt snúa að hverjum og einum lesanda en fræði-
manninum. Að minnsta kosti einn stórmeistari túlkunarfræðinnar á okkar
dögum, Hans-Georg Gadamer, hefur í aðalverki sínu, Wahrheit und Met-
hode (1960), lagt mikla áherslu á að „beiting” túlkunarinnar sé óhjákvæmi-
leg og samtvinnuð „skilningi" og „útlagningu”, einnig I bókmenntafræði.
Málflutningur Gadamers í þessu efni er mjög almenns eðlis, og það er ekki
auðvelt að gera sér grein fyrir hvernig hann hefur hugsað sér þetta í reynd
og í einstökum dæmum. Það er varla hægt að „beita” Hamlet eða Don
Quijote á svipaðan hátt og lagatexta eða trúarriti. Hins vegar hefur skáld-
verk auðvitað alltaf meiri eða minni áhrif á hugsanir okkar og tilfinningar
og breytir þannig viðhorfi okkar til lífsins eða staðfestir það. Við „lærum”
eitthvað af þeim, þó líklega oft án þess að við vitum af því.
í augum „venjulegra” lesenda er þetta sjónarmið sennilega sjálfsagt og
reyndar einn aðaltilgangur í lestri skáldskapar. í þeirri grein bókmennta-
fræðinnar, sem hefur í seinni tíð verið nefnd „Rezeptionsasthetik”, eru
einnig áhrif ákveðinna skáldverka á hugmyndir manna tekin til athugunar
— að því leyti sem gögn í slíka rannsókn eru fyrir hendi. En yfirleitt láta
þó bókmenntafræðingar staðar numið við subtilitas intelligendi og subtilitas
explicandi. Að þvf leyti er afstaða Gunnars Kristjánssonar sem guðfræðings