Skírnir - 01.09.1991, Blaðsíða 11
SKÍRNIR
BÓKMENNTAFÉLAGIÐ 175 ÁRA
273
sem birtist á vegum deildarinnar þar var Skýringar yfir fornyrði lögbókar
þeirrar er Jónsbók kallast sem kom út á árunum 1846-1854. Var þetta
fyrsta fræðirit grundvallað á sjálfstæðum rannsóknum sem kom út í
Reykjavík. Árið 1880 var stofnað í Reykjavík Tímarit Hins íslenzka bók-
menntafélags að frumkvæði Gríms Thomsens. Síðan er bókaútgáfa smám
saman flutt frá Kaupmannahöfn til Reykjavíkur, Skírnir 1890 og Forn-
bréfasafnið 1899 svo að dæmi séu nefnd. Árið 1905 voru Skírnir og Tíma-
ritið sameinuð í eitt sem ber nú nafn beggja og Bókmenntafélagið gefur
enn út. Loks var Hafnardeildin flutt til Islands 1911 eftir miklar deilur.
Af nýjum verkefnum á þessari öld má nefna útgáfu Annála 1400-1800
sem hófst árið 1922 og er í sex bindum, en birtingu texta lauk árið 1989.
Einnig útgáfu hins mikla æviskráasafns Páls Eggerts Ólasonar Islenzkar
aviskrár í sex bindum, en hluti hins fimmta og sjötta er eftir séra Jón
Guðnason.
Af nýmælum frá síðustu árum má nefna að árið 1969 hóf félagið að gefa
út sem fylgirit með Skírni Bókmenntaskrá Skírnis. Árið eftir, 1970, hófst
útgáfa Lœrdómsrita Bókmenntafélagsins sem nú eru orðin 29 talsins, eitt
reyndar í tveimur bindum, þannig að bækur eru 30. Árið 1974 kom út
fyrsta bindi Sögu Islands, en nú er það ritverk orðið fimm bindi. Árið
1982 hóf félagið að gefa út ritröðina Islenzk heimspeki og þar hafa nú
birzt þrjú rit. Loks hóf félagið útgáfu Safns til iðnsögu Islendinga árið
1987 og hafa þegar birzt í þeim flokki fimm bindi. Við útgáfu sumra
þessara ritraða hefur félagið notið ýmislegs styrks og stuðnings sem of
langt mál yrði að rekja þannig að fullnægjandi væri.
Hér hefur verið stiklað á stóru og helzt nefndar meiri háttar ritraðir.
Félagið hefur sinnt fjölmörgum fræðigreinum heimspeki, guðfræði, lög-
fræði, hagfræði, félagsfræði, sagnfræði, málfræði, bókmenntafræði, stærð-
fræði, náttúrufræðum ýmiss konar svo sem jarðfræði, landafræði, og
grasafræði, læknisfræði, fræðum er lúta að búskaparháttum, fiskveiðum og
verzlun.
V
Fá dæmi munu vera um að félög sem reist eru á frjálsum samtökum eigi
jafnlanga samfellda sögu og Bókmenntafélagið. Síðastliðin 175 ár hefur
starfsemin aldrei legið niðri þótt stundum hafi dofnað yfir. Þetta haggast
ekki þótt félagið hafi þegið styrk af almannafé (sem er að vísu sáralítill) eða
af sérstökum sjóðum til ákveðinna verkefna, ellegar átt samvinnu um
ýmsar framkvæmdir við ríkisstofnanir, sveitarfélög og einkaaðila og