Skírnir - 01.09.1991, Blaðsíða 98
ANDREW WAWN
Skarlatsbúinn væringi
Þorleifur Repp, Sir Walter Scott og Færeyinga saga
I
í grein í Skírni árið 1916 vakti Páll Eggert Ólason fyrstur manna
athygli á óvenjulegum og litríkum ferli Þorleifs Guðmundssonar
Repp (1794-1857), fræðimanns, kennara, fornminja- og bóka-
safnara, stjórnmálamanns og blaðamanns. Það er engin furða þótt
ekki hafi verið leitast við að gera ítarlega úttekt á öllum þáttum svo
gróskumikils og ólgandi lífshlaups í grein Páls Eggerts eða í tveimur
ágætum ritgerðum um Þorleif sem síðar hafa birst.1 Einn er sá
þáttur sem vissulega verðskuldar meiri athygli en hann hefur þegar
hlotið - og það er brennandi áhugi Þorleifs á Bretlandi almennt og
sérstaklega á málvísindarannsóknum („fílólógíu") þar í landi.2
Þorleifur bjó í Bretlandi í tólf ár. Hann var áberandi í menn-
ingarlífi Edinborgar frá 1826 til 1836, gaf mikið út og skrifaði enn
meira. Allt til æviloka var Bretland honum áleitin vitsmunaleg og
tilfinningaleg viðmiðun: hann var fádæma vel lesinn í enskum
bókmenntum og hafði meistaralegt vald á málinu, sem hann kenndi
víða í Danmörku á efri árum; hann hafði sérstaka hliðsjón af
1 Tómas Guðmundsson, „Hrekkvís hamingja" í Rit VII, umsjón Eiríkur Hreinn
Finnbogason, Reykjavík 1981, 177-250; Kjartan Ólafsson, „Dýrafjarðarmálið.
Jón forseti og ísfirðingar á öndverðum meiði“, Saga, 25 (1987), 89-166, bls.
91-104. Ég þakka Kjartani fyrir mjög gagnlegar umræður um skjöl Þorleifs á
Landsbókasafni.
2 Fræðasvið Þorleifs Repp nefnist á ensku „philology" og notar greinarhöfundur
það í hinni gömlu merkingu sem tekur í víðum skilningi til margs konar
rannsókna á máli, málsögu og bókmenntum. „Philology" er nú á dögum
stundum þýtt sem „textafræði", en þá í þrengri skilningi sem sérstaklega lýtur að
handritarannsóknum. I þessari grein er því kosið að þýða „philology“ sem
„málvísindi", en athygli vakin á því að um málrannsóknir á breiðum grundvelli
er að ræða. (Athugasemd þýðanda).
Skírnir, 165. ár (haust 1991)