Skírnir - 01.09.1991, Blaðsíða 19
SKÍRNIR
EFNISSKIPAN KONUN GSSKU GGSJÁR
281
um goðsagnir í heild - og setja þau síðan upp í einhver kerfi, oft
eftir einhverjum tímalausum meginhugmyndum.4 Þessi vinnu-
brögð hentuðu mér ekki, og því kom lausnin úr allt annarri átt.
Það vildi svo til að nokkrum árum áður hafði ég verið í Tónlistar-
skólanum og lagt þar m.a. stund á formfræði tónlistar. Undir
handarjaðri Þorkels Sigurbjörnssonar fengust nemendur við það
heilan vetur að formgreina í smáatriðum pólýfónískar tónsmíðar
endurreisnartímabilsins, messukafla, mótettur og madrígala, rekja í
sundur þróun og myndbreytingar stefja og samfléttun þeirra í
fjölrödduðum vef tónverksins og reyna að finna þau innri rök sem
að baki lágu. Kenndi Þorkell aðferðirnar og útskýrði jafnframt
margvísleg atriði í þróun tónsmíðatækni á þessu tímabili. Síðar
þegar ég var að stíga fyrstu sporin í hugmyndasögu, varð mér oft
hugsað til þessara æfinga. I semínörum og fyrirlestrum, þar sem
fræðimenn meðhöndluðu heimildir samkvæmt vinnubrögðum
„atómismans", varð ég oft var við þau viðhorf, að rithöfundar fyrri
alda sem fjölluðu t.d. um stjórnmálakenningar hefðu sagt alls kyns
rugl í og með, kannske skrifað athugunarlaust upp úr eldri verkum,
haldið fram vanhugsuðum eða jafnvel mótsagnakenndum kenn-
ingum til að þóknast einhverjum háttsettum manni og blandað öllu
saman, og því mætti umfram allt ekki taka þá of alvarlega. Vildu
fræðimennirnir með þessu réttlæta þau vinnubrögð að velja úr
einstakar setningar og kafla en sleppa öðrum og skipta sér harla
lítið af afstöðu kaflanna innbyrðis og verkunum í heild. En ég
hafði sjálfur sannreynt það undir leiðsögn Þorkels, að í tónverkum
endurreisnartímans og reyndar tímans á undan líka, skipti hver
einasta nóta máli, allt var hnitmiðað, og gat ég ekki með neinu
móti séð, hvers vegna gengið væri út frá því að fyrra bragði, að allt
aðrar reglur giltu um þau hugverk fyrri alda sem voru sköpuð með
orðum. Þannig gat ég haft lærdóminn úr Tónlistarskólanum sem
eins konar mótvægi gegn ýmsum atriðum í aðferðum hugmynda-
sögu á þessum tíma sem mér fundust hæpin. Þegar ég var svo
staddur á þeim krossgötum, að mér var orðið ljóst að ég þyrfti að
rannsaka efnisskipan Konungsskuggsjár, en vissi ekki hvaða
aðferðum væri hægt að beita til að skilgreina hana út frá sínum
4 Dæmi um þær er andstæðan „náttúra-menning”, sem Lévi-Strauss er einkar kær
og hann finnur alls staðar í goðsögnum.