Skírnir - 01.09.1991, Blaðsíða 222
484
KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
SKÍRNIR
ræðu í bókunum, er upp tekinn eða afskrifaður fyrr en rök hans hafa verið
könnuð. Allt er vegið og metið af þeirri fræðilegu þolinmæði sem veit að
sannleikurinn verður ekki fangaður í uppmælingu. Og þegar Páll gengur
til víga eru honum tamari hin léttu lagvopn en þungu sverð. En aðferðin
er ekki aðeins yfirveguð; hún er einnig tvísýn í þeirri merkingu að
niðurstaðan sprettur einatt fram eftir samanburð tveggja öndverðra kosta.
Þessi efnistök, sem Páll lýsir svo að hann beiti „tvísýnni hugsun til þess að
reyna að komast að réttum einsæjum niðurstöðum“ (P,46), einkenna
margar greina hans í Pxlingum og Pœlingum II. Kynnt eru til sögu tvö. (að
því er virðist) andstæð sjónarmið, stundum nokkuð öfgakennd, og síðan
er beitt á þau hinni tvísýnu yfirvegun:
í fyrsta lagi þarf að sýna fram á takmarkanir hvors sjónarmiðsins
um sig. I öðru lagi þarf að sýna fram á að hvort sjónarmiðið um sig
þarfnist hins. I þriðja lagi þurfum við að skýra hvernig samspil
hinna ólíku sjónarmiða getur átt sér stað (P,32).
Páll kennir þessa aðferð sjálfur við „díalektík“ (P,45) en hún á fullt eins
mikið skylt við hina kínversku hugmynd um yin og yang. Það er ekki
aðeins að tvær andstæður, A og B, rekist á og geti af sér nýja afurð heldur
(eins og Páll nefnir oft) að þótt A og B sýnist öndverð í upphafi feli þau í
raun í sér brot hvors annars: séu afbrigði sama vanskilnings. Þannig er það
„sameiginleg villa“ Brynjólfs Bjarnasonar og Jean-Pauls Sartre að ætla að
skýra þekkingu okkar annaðhvort á grundvelli hugmyndar um algilda
vitund eða algildan hlutveruleika þegar hún hljóti alltaf að felast í
gagnkvæmum tengslum þessara tveggja veruhátta (P, 105). Svipað gildir
um hið huglæga og hlutlæga viðhorf til rannsóknar mannshugans
(P,49-50), „sjálfdæmishyggju“ og „tæknihyggju", sem ekki eru annað en
„öndverð skaut þeirrar tómhyggju (...) sem veður uppi í heiminum"
(P,123), „efahyggju" og „vísindatrú“ í vísindum (P,137), „einstaklings-
viðhorf" og „stéttaviðhorf“ til ríkisins (P,351-353) og þannig mætti lengi
telja. í öllum tilvikum er aðferðin sú sama: sýnt fram á að formælendur
beggja viðhorfa hafi sokkið í sama fenið, þótt þeir hafi talið sig ganga í
öndverðar áttir, og gefin uppskrift að einhvers konar millileið, sátta-
hyggju, til að ræsa fenið fram.
Þetta tví-tog Páls er býsna upplýsandi í mörgum tilfellum og sækir
raunar styrk í þá alþýðuspeki að sannleikann sé einatt að finna miðleiðis
milli tveggja öfga. Hann má hins vegar gæta sín á að festast ekki um of í
þessari aðferð - og það af a.m.k. tveimur ástæðum. Fyrri ástæðan er sú að
aðferðin verður leiðigjörn þegar lesandinn hefur rekist á hana of oft. Ég
las nýlega greinasafn eftir breska heimspekinginn Richard Hare þar sem
hann fjallar um ýmis hagnýt vandamál í nútíma stjórnmálum og leysir þau
öll á sama hátt: með hinni tvíþrepa nytjastefnu sem hann er frægastur
fyrir.8 Burtséð frá ágæti þessarar lausnar þá reyndi það mjög á langlund