Skírnir - 01.09.1991, Blaðsíða 214
476
VILHJÁLMUR ÁRNASON
SKÍRNIR
mönnum og stofnanakerfi, sem eiga að hafa það hlutverk að
tryggja framgang lýðræðis.
I lýðræðisríki er vissulega hægt að draga stjórnvöld til ábyrgðar
ef þau virða ekki lýðræðislegar leikreglur, þótt það sé ekki alltaf
gert og örsjaldan hérlendis. En í lýðræðisríki geta líka þróazt
vinnubrögð og stjórnarhættir sem grafa undan lýðræðinu á lævís-
legan hátt, án þess að leikreglurnar séu endilega brotnar. Eg ætla að
benda á fjögur einkenni á nútíma lýðræðissamfélagi sem vinna
gegn lýðræðislegum stjórnarháttum:
1 .Tœknirœði, en með því á ég við síaukið vald sérfróðra ráðu-
nauta og sérfræðinga ýmiss konar í stjórnkerfinu.3 Hlutverk þeirra
einskorðast yfirleitt við að halda efnahagskerfinu gangandi og þeir
gefa afdrifaríkum pólitískum ákvörðunum tæknilegt yfirbragð.
Þessi tæknivæðing stjórnmálanna á stóran þátt í að útiloka almenna
pólitíska umræðu, því að úrlausnarefnin eru sögð vera á valdi sér-
fræðinga einna. Stjórnmál verða tæknilegs en ekki siðferðilegs
eðlis. Allar mikilvægustu ákvarðanir eru teknar af ráðherrum og
flokksforingjum í samráði við sérfræðinga: „Þjóðþingið verður
vettvangur fyrir rökræður, sem settar eru svið til þess að hafa áhrif
á kjósendur í gegnum fjölmiðla, en þær skipta yfirleitt ekki máli
fyrir atkvæðagreiðslur, þar sem úrslitin eru fyrirfram vituð.“4
2. Flokksræði, en með því á ég við þá tilhneigingu stjórnmála-
flokka að vaxa frá fólkinu og verða að sjálfstæðum stofnunum sem
leitast við að tryggja eigin afkomu og völd hvað sem hagsmunum
almennings líður: „Hagur flokksins er settur ofar þjóðarhag, tillitið
til flokksins vegur þyngra en rökstudd sannfæring og tillitið til
kjósenda kemur einna ljósast fram í óttanum við atkvæðatap. Það
verður meginverkefni flokksins að auka fulltrúafjölda sinn innan
valdastofnananna [...].“5 Stjórnmálastarf einangrast gjarnan frá
annarri starfsemi og tekur að lúta eigin lögmálum og hegðunar-
reglum sem oft brjóta í bága við þær siðgæðishugmyndir sem gilda
3 Páll Skúlason kallar þetta „tækniharðstjórn“ í greininni „Háskóli og stjórnmál",
Pœlingar II, Reykjavík 1989, s. 83-92.
4 Niels I. Meyer, K. Helveg Petersen og Villy Sörensen, Uppreisn frá miðju,
Ólafur Gíslason þýddi, Reykjavík: Örn og Örlygur 1979, s. 62. Halldór
Guðjónsson drepur á þetta atriði í grein sinni „Einveldi ákvörðunarinnar" hér í
heftinu.
5 Samarit, s. 61.