Skírnir - 01.09.1991, Blaðsíða 260
522
EINAR FALURINGÓLFSSON
SKÍRNIR
og tæru frásögn, flókinn söguheimur er tjáður með texta sem alltaf virðist
einfaldari en hann í raun er. Innan meginsagnanna er krökkt af litlum
sögum og sagnabrotum; allt sem fyrir ber virðist hafa sögulegar eigindir.
Þannig tekur Svefnhjólið á sig fjöldamargar lykkjur, taka má dæmi um
það þegar sögumaðurinn sækir gamla konu heim; hún er kynnt fyrir
lesandanum með frásögn sem iðar af lífi og stílgleði:
Utarlega í bænum er skakkur og skældur húskofi og í honum býr
kona með nokkrum rollum og vænum hrút. Hún á dimmgræna
Lödu og fer stundum í ökuferð með blessaðar skepnurnar og
komst einusinni í hann krappan; hún var þá komin dálítið inn í
sveit, nýbúin að fara framhjá veðurathugunarstöðinni og farin að
sýna dýrunum öll fallegu túnin og þau voru með heypoka fyrir
framan sig afturí einsog poppkorn og störðu út, gáfu hvert öðru
hornauga. Þá sá hrúturinn hund sem gerði sig líklegan til að
stökkva í veg fyrir bílinn gjammandi og urrandi, og hrútnum svall
móður, hann hoppaði kumrandi frammí og ruddi gömlu konunni
útað hurð og klemmdi hana þar svo Ladan skrensaði út í kant og
virtist ætla útaf, en henni tókst að hemla á síðustu stundu og
spenna hrútinn í öryggisbelti. Hann fékk að vera í framsætinu það
sem eftir var af bíltúrnum. (bls. 62)
Höfundurinn hefur ákaflega þétt tök á frásagnartækninni, þekkir
eiginleika hennar og eðli og getur náð þeim áhrifum sem hann sækist eftir.
Tengsl örsagna sem þessarar við ljóð Gyrðis eru mikil; bálkurinn
Blindfugl/svartflug hefur mörg einkenni epískrar frásagnar og ljóða-
bækurnar Bakvið maríuglerið, og kannski sérstaklega Tvö tungl, geyma
mikið af sögum og sagnabrotum í ljóðformi.16 Yfirleitt kemur mynda-
uppbygging eða myndaflétta að miklu eða öllu leyti í stað sögufléttu í
ljóðunum, og einnig ber nokkuð á því í prósabókunum; þótt dregið hafi
úr því í Svefnhjólinu. Höfundurinn beitir sögumönnum og persónum
fyrir sig, þeir miðla fagurfræði hans og skynjun þegar þeir horfa á heim-
inn, og sú skynjun er á tíðum afskaplega myndrík og ljóðræn: „ég renni
augunum um þennan fjórveggjaða afheim sem hægt er að einangra með
lykli, og mála í skjannalitum. Heimum má alltaf breyta."17 Þetta fær les-
andinn að vita um vistarveru Sigmars í Gangandi íkorna, og um leið að
ekkert sé endanlega satt, heimum má semsagt alltaf breyta. Þann mögu-
leika má alltaf finna við lestur á sögum Gyrðis. Ólíklegustu fyrirbæri eru
myndgerð. I Svefnhjólinu hefur þó dregið úr ljóðrænum myndum;
persónugervingum og líkingum, ef miðað er við fyrri prósabækurnar.
Meira er notast við beinar myndir sem þjóna frásagnarhættinum á
16 Gyrðir gaf Bakvið maríuglerið út sjálfur árið 1985, Blindfugl/svartflug kom út
hjá Norðan°Niður, 1986, og Tvö tungl kom út hjá Máli og menningu 1989.
17 Gangandi ikorni, bls. 8.