Skírnir - 01.09.1991, Blaðsíða 94
356
RORY McTURK
SKÍRNIR
en þetta er valdastaða sem að áliti Wormalds endurspeglast í af-
stöðu íslenska goðans til þingmanna sinna. Herkonungdæmi var
líka til á báðum þessum tímabilum og kemur þetta vel heim við
ábendingu Svövu í Skírnisgreininni um meiri áherslu á hernað hjá
Germönum en hjá Irum. Samt varð herkonungdæmi ekki ráðandi
hjá Germönum fyrr en á þjóðflutningaöld, og hjá Norðurlanda-
búum ekki fyrr en á víkingaöld. Astæðurnar til þess voru í báðum
tilfellum efnahagsþróun og vaxandi sambönd við umheiminn; því
meir sem Germanar börðust og höfðu viðskipti við Rómverja,
þeim mun sterkara varð konungdæmi þeirra; og því meiri sam-
keppni sem var milli germanskra konunga, þeim mun meiri áhuga
höfðu þeir á að ferðast til útlanda til þess að afla sér fjár og
liðveislu. Astandið var álíka á Norðurlöndum, þar sem frakknesku
ríkin höfðu sams konar áhrif og Rómaveldi hafði haft á Germana
fjórum öldum áður. Þannig að á víkingaöld, eins og á þjóð-
flutningaöld, vék þjóðkonungdæmi meir og meir fyrir herkonung-
dæmi; og þessi þróun, eins og Patrick Wormald orðar það, „var
bæði orsök og afleiðing framtakssemi víkinganna".30
V
Víkjum aftur að trémanninum sem er að harma liðna tíð í vísum
sínum. Nú megum við stinga upp á því að hann sakni þess að synir
Loðbróku hafi ekki lengur áhuga á gömlu lífsháttunum sem tengd-
ust frjósemisdýrkun og ef til vill heilögu konungdæmi, eins og
Svava lýsir því, en hafi þess í stað fengið áhuga á nýja víkingalífs-
stílnum, og kannski líka á þeirri nýju gerð konungdæmis sem
Wormald lýsir. Til eru heimildir um að a.m.k. þrír bræðranna,
þ.e.a.s. Ivar, Hálfdan og Sigurður, urðu konungar á Irlandi, Eng-
landi og Danmörku á níundu öld.31 Þessi breyting frá því gamla til
hins nýja er þá ástæðan fyrir því að þeir nota trémanninn ekki
lengur við helgiathafnir móður Jörð til heiðurs. Þeir hafa látið hann
30 C. Patrick Wormald, „Viking studies: whence and whither?" (sbr. nmgr. 21), sjá
bls. 147.
31 Sjá R.W. McTurk, „Ragnarr loðbrók in the Irish annals?" (sbr. nmgr. 21), bls.
93, 103-05,117-20.