Skírnir - 01.09.1991, Blaðsíða 15
SKÍRNIR
EFNISSKIPAN KONUNGSSKUGGSJÁR
277
röng frá upphafi. Kjarni málsins var vitanlega sá, að með þessum
hætti fór ég með Konungsskuggsjá eins og það verk væri ekki
annað en einhvers konar sundurlaust safn af „meiningum“ um hitt
og þetta. Þessi aðferð, sem hægt væri að kenna við „atómisma", var
reyndar útbreidd á þessum tíma og er það jafnvel enn, þannig að
fæstir virðast hafa neitt við hana að athuga, en afleiðing hennar var
sú, að hugsanaþráður Konungsskuggsjár, hver sem hann var,
kubbaðist gersamlega í sundur. Það lenti alveg fyrir utan rann-
sóknina hvert höfundur væri yfirleitt að fara í verkinu í heild og
einstökum hlutum þess, og langar röksemdafærslur og umfjallanir
brotnuðu upp í frumparta sína. Jafnframt leiddi þessi „atómismi“
til þess, að allar þær „meiningar“ sem voru þannig tíndar út úr
Konungsskuggsjá voru lagðar að jöfnu, enginn greinarmunur var
gerður á þeim sem voru kannske aðalatriði málsins og öðrum sem
flutu með í framhjáhlaupi, og tengslin sem kunnu að vera á milli
þeirra gufuðu upp.
Þetta var þó ekki allt og sumt. A þessu stigi málsins var nánast
ógerningur fyrir mig að rekja hvernig þær skilgreiningar á stjórn-
málakenningum miðalda sem ég fann í fræðiritum og fyrirlestrum
voru orðnar, enda er það í sjálfu sér snúið rannsóknarefni fyrir
harðsvíruðustu fræðimenn. Nú sýnir reynslan að jafnan er mikil
hætta á því að menn fjalli um vandamál fyrri tíma í ljósi þess sem
síðar gerðist og út frá einhverjum viðhorfum sem tilheyra í rauninni
nítjándu eða tuttugustu öld, og beiti skilgreiningum og flokkunum
sem eiga alls ekki við á þeim tímum sem um er verið að fjalla. Má
jafnvel segja, að slíkar tímaskekkjur séu óhjákvæmilegar í þeirri
línubundnu og markmiðsbundnu sagnfræði sem löngum hefur
tíðkast, - þar sem tímabilum er stundum slegið saman og einstök
atriði skilgreind sem skref í áttina að einhverju markmiði. Eg hafði
því litla tryggingu fyrir því að skilgreiningar fræðimanna nútímans
gæfu rétta mynd af kenningum eins og þær voru til umræðu á 13.
öld og í því samhengi sem þær voru þá, og heldur ekki neina
tryggingu fyrir því að lýsingar þeirra á stjórnmálahugmyndum
miðalda, þó svo að þær kynnu að vera réttar að meira eða minna
leyti, ættu við um Noreg á þessum sama tíma. Það var því ákaflega
hæpið að nota slíkar fræðikenningar nútímans til viðmiðunar í
rannsóknum á hugmyndaheimi Konungsskuggsjár. Ef ég ætlaði að