Skírnir - 01.09.1991, Blaðsíða 77
SKÍRNIR
AF FISKRYKNI OG HVALBERA
339
íslensku bankarnir keyptu hana árið 1966 og gáfu íslensku þjóð-
inni. Bókin er nú varðveitt í Arnastofnun í Reykjavík. Hún er meira
en 90 blöð, og þar eru sögur af postulunum, Péturs saga, Páls saga,
Andréas saga, Tveggja postula saga Jóns og Jakobs, Tómas saga,
Filippus saga, Jakobs saga, Bartólómeus saga, Matthías saga, Tveggja
postula saga Símonar og Júdasar, Mattheus saga.
Efni þessara tveggja bóka varpar þannig ljósi á mismunandi
þætti íslensks miðaldasamfélags, annars vegar veraldlega og kirkju-
lega valdsstjórn í lögunum, hins vegar kristið trúarlíf í sögum af
fulltingismönnum Krists og guðfræðilegum skýringum. Bækur
þessar eru afar merkilegar sagnfræðilegar heimildir til íslenskrar
sögu á 14. öld og jafnframt einstæð söguleg minnismerki og dýr-
gripir þjóðarinnar.
En nú er vitað að til hefur verið þriðja stóra skinnbókin sem
Ormur Snorrason hefur átt og látið rita. I ritum fræðimanna er
hún alla jafnan nefnd Ormsbók eða bók Orms Snorrasonar. Á 17.
öld var líklega farið með hana úr landi til Svíþjóðar, og mun hún
hafa brunnið til ösku þegar slotið í Stokkhólmi brann árið 1697.
En áður en þessi skaði varð hafði efni bókarinnar verið afritað að
mestu á pappír, og voru þar að verki mikilvirkir Islendingar í þjón-
ustu Svía, einkum maður að nafni Jón Vigfússon. Þannig hefur efni
Ormsbókar varðveist að mestu til okkar daga. Á síðustu áratugum
hafa fræðimenn komist á snoðir um hvað staðið hefur í þessari
merkilegu skinnbók og dregið fram marga af þessum gleymdu
textum.
Efni þessarar bókar varpar ekki síður en hinar bækurnar ljósi á
íslenskt miðaldasamfélag og menningarviðhorf veraldarhöfðingja á
14. öld. í Ormsbók hafa þessi rit verið skráð: Trójumanna saga,
Breta sögur, Mágus saga jarls með þáttum, Mírmanns saga, Flóvents
saga, Bærings saga, Rémundar saga, Ivents saga, Ereks saga, Bevers
saga, Partalópa saga, Parcevals saga og íslenskar þýðingar á
ævintýrum úr ævintýra- og dæmisagnasafninu Disciplina clericalis.
Hér eru komnar kappasögur og riddara, fyrirmyndir hins
herskáa aðals á 14. öld og sveina hans. Þannig má setjast um stund
meðal tygjaðra sveina Orms Snorrasonar og njóta ævintýra.
Árið 1882 gaf þýski fræðimaðurinn Hugo Gering út safn af
íslenskum ævintýrum frá miðöldum úr ýmsum fornum íslenskum