Skírnir - 01.09.1991, Blaðsíða 229
SKÍRNIR
HIN TVÍSÝNA YFIRVEGUN
491
þvinga menn til að verða hamingjusamir; það liggi í eðli hamingjunnar að
þeir verði að finna hana sjálfir með happa- og glappaaðferð.14 Þá er jafnvel
hugsanlegt að sjálfdæmishyggjumaður, sem álítur öll gæði og gildi
afstæðar mannasetningar, telji þrátt fyrir það að sumir séu ekki nógu
þroskaðir til að skapa sín eigin gildi - og því verði að hafa hönd í bagga
með vali þeirra. Kjarni málsins er sá að sjálfdæmishyggja og forræðis-
hyggja eru ekki sömu röklegrar œttar. Sú fyrri varðar eðli staðhæfinga
okkar um gott og illt, rétt og rangt, fagurt og ljótt; hin síðari spurninguna
hvenær réttmætt sé að grípa fram fyrir hendurnar á öðru fólki í þess eigin
þágu. Hversu fróðleg sem umræða Páls um forræðishyggjuna kann að vera
þá drepur hann í raun á dreif mótrökum sínum gegn siðferðilegri bók-
stafstrú með því að fjalla um þessar tvær eðlisólíku kenningar sem eina.
Eg hygg hins vegar að Páll sé fullkomlega sjálfum sér samkvæmur í því
að boða siðferðilega hluthyggju án þess að ganga eins langt og bók-
stafstrúarmaðurinn sem telur slíka hluthyggju eiga að ljá okkur einhlít svör
við öllum siðferðilegum spurningum. Þessa afstöðu Páls má t.d. rökstyðja
með vísun til skiptingar hans sjálfs á gæðum mannlífsins í þrjá flokka: I
fyrsta lagi eru andleg gxði sem eru eilíf og varanleg og geta varðað vísindi,
listir eða tækni. I öðru lagi eru svokölluð veraldargæði sem tengjast efna-
hags- eða félagslífi og eru í eðli sínu fallvölt og hverful. I þriðja lagi eru svo
siðferðisgœði er tengjast skiptum manna við annað fólk og mati á eigin lífi
(5,26 og víðar). Páll nýtir sér þessa flokkun í glímu við hin ólíkustu við-
fangsefni og er oft að bættari. Hún á sér líka þann göfuga uppruna að skír-
skota til greinarmunar Aristótelesar á bókviti okkar, verksviti og siðviti.
En spurningin sem hér vaknar er þessi: Þegar hluthyggjumaðurinn er
búinn að kortleggja frumgæði farsæls lífs er hann þá ekki um leið farinn
að segja við fólk: „Þessa leið ber þér að ganga í gegnum lífið, góði minn, ef
þú ætlar að njóta farsældar; allt annað eru villigötur!“? Svarið er nei.
Gæðin eru mörg og margvísleg samsetning þeirra hugsanleg. Kenning á
borð við Páls býður okkur að vísu að leggja rækt við alla þrjá flokkana en
hún tekur ekki af skarið um hversu löngum tíma við eigum t.d. að verja í
líkamsrækt í hlutfalli við þann tíma sem við notum til að taka þátt í
pólitísku starfi - eða til að lesa heimspeki. Hver einstaklingur verður að
sníða sér stakk eftir vexti og fyrir hann kunna jafnvel að vera margar álíka
greiðar leiðir að sama marki. Hluthyggja á borð við þá sem Páll boðar
útilokar því ekki fjölhyggju (,,pluralism“) eða færir okkur í lokuðu
umslagi eina kórrétta forskrift að farsælu lífi.15 Kostur hennar er einmitt
sá að hún tekur ekki af okkur ómakið að hugsa - og velja.
14 Sjá einkum kafla III í Frelsinu.
15 Um samþýðanleik hluthyggju og vissrar tegundar fjölhyggju, sjá t.d. túlkun M.
C. Nussbaum á skoðun Aristótelesar um þetta efni í The Fragility of Goodness
(Cambridge 1986), einkum kafla 10; T. Hurka, „The Well-Rounded Life“, The
Journal of Philosophy, 84 (1987) og J. W. DeCew, „Moral Conflicts and Ethical
Relativism", Ethics, 101 (1990).