Skírnir - 01.09.1991, Blaðsíða 72
334
ÁGÚST HJÖRTURINGÞÓRSSON
SKÍRNIR
legum lausnum og segja að við verðum að horfast í augu við þau
vandamál sem við blasa. A þessu „getuleysi" félagshyggjunnar til að
leggja til endanlegar lausnir er einföld skýring, sem er á þá leið að ef
taka á sjálfræði og jöfnuð manna alvarlega og bókstaflega þá er ekki
hægt að setja fram endanlega uppskrift að sæluríkinu. Ef sjálfræði
er það sem lýðræðisleg ákvarðanataka snýst um, verður fólk sjálft
að ákveða hvar, hvenær og hvernig það tekur þátt í að móta sitt
eigið líf og samfélag. Samkvæmt þessari hugsun er það tómur
misskilningur að ætlast til að við getum skilgreint fyrirbæri eins og
almannaheill í eitt skipti fyrir öll. Við tökum á hverju einstöku máli
eins og það kemur fyrir og gerum okkar besta miðað við upp-
lýsingar og aðstæður til að komast að sameiginlegri niðurstöðu. Af
þátttökurökunum má þó ráða að fyrsta skrefið er að auka mögu-
leika fólks til að hafa áhrif. Barber hefur útlistað hvernig hann telji
að hefja megi slíkt verk í Bandaríkjunum, en ólíkar aðstæður kalla á
mismunandi aðferðir og því er ekki víst að áætlun hans eigi mikið
erindi við Islendinga.37
Ef til vill getur kenning enska heimspekingsins John Stuart Mills
orðið okkur að leiðarljósi í þessu máli. I bókinni Hugleiðingar um
fulltrúastjórn, kemst hann að eftirfarandi niðurstöðu um lýðræði:
Af undangengnum hugleiðingum leiðir að eina stjórnskipulagið sem
fullnægir öllum kröfum félagsríkisins er skipulag þar sem allir eru þátt-
takendur. Ennfremur, að öll þátttaka, jafnvel í smæstu sameiginlegum
verkefnum, er gagnleg og að þátttaka ætti hvarvetna að vera eins mikil og
ástand og þróun samfélagsins leyfir. Þegar öllu er á botninn hvolft dugir
ekkert minna en opinn aðgangur allra að æðsta valdi ríkisins. En þar sem
allir geta ekki í eigin persónu tekið þátt í nema litlum hluta opinberrar
37 Því miður er ekki rúm í þessari grein til að fjalla um þau efnahagslegu og félags-
legu skilyrði sem virðast nauðsynleg til að lýðræði, jafnvel algert lágmarks-
lýðræði, fái skotið rótum og þrifist. Um þetta efni hefur margt verið ritað á
undanförnum áratugum, en það var ekki fyrr en menn fóru að átta sig á hversu
herfilega hafði tekist til við „útflutninginn" á lýðræðinu, t.a.m. til Afríku, að
menn gerðu sér almennt grein fyrir því að stjórnarform verða að vera í takt við
félagslegan veruleika á hverjum stað. Þannig hefur það staðið skilningi manna á
þróuninni í Sovétríkjunum nokkuð fyrir þrifum að það gleymist gjarna að saga
síðustu árhundruða (a.m.k. í Rússlandi sjálfu) er saga miðstýringar, ófrelsis og
ánauðar. Sameignarsinnar byggðu á gömlum grunni forræðishugsunarháttar,
þannig að Rússar þurfa að brjóta af sér fleira en sameignarhlekkina áður en
lýðræði kemst þar á.