Skírnir - 01.09.1991, Blaðsíða 58
320
ÁGÚST HJÖRTURINGÞÓRSSON
SKÍRNIR
einnig útkomu sem öllum er til hagsbóta vegna þess að hér er um
hliðstæður að ræða. En það sem er sagt vera öllum til hagsbóta
hlýtur að heita almannahagur (allra hagur) og því að vera eitthvað
svipað og það sem við köllum almannaheill. Og er þá ekki Schum-
peter búinn að gefa sér skilgreiningu á almannaheill sem notast má
við sem mælikvarða í stjórnmálum, þrátt fyrir það að hann hafi
notað það sem röksemd gegn lýðræðishugmyndum eins og
Rousseaus að ekki væri nokkur kostur að skilgreina almannaheill?
Svo virðist sem nokkuð almennt samkomulag um kosti hins frjálsa
markaðar sé forsenda þess að markaðurinn skili fullnægjandi
árangri. Slíkt samkomulag er víða til staðar. Því má segja að í raun
sé samkomulag um skilgreiningu á almannaheill til staðar, sam-
komulag sem er nauðsynleg forsenda fyrir Schumpeter, en sam-
komulag sem hann hafnar þó í orði kveðnu að geti verið til staðar.
Eins og umfjöllunin hér gefur til kynna hefur ekki skort
gagnrýni á þær hugmyndir sem Schumpeter er hér fulltrúi fyrir.
Sérstaklega hefur hið hagfræðilega sjónarhorn verið gagnrýnt og
fara þar fremstir í flokki svokallaðir „samfélagssinnar" sem gagn-
rýna frjálshyggjumenn meðal annars fyrir einfaldaðar lýsingar sem
geti af sér rangar skýringar og enn vitlausari réttlætingar.25 En þrátt
fyrir mikla gagnrýni á heimspekilegar forsendur frjálshyggjunnar,
hefur nokkuð skort á að fylgismenn félagshyggju hafi útskýrt
25 Meðal þeirra sem fylla þennan flokk „samfélagssinna“ (communitarians) má
nefna heimspekingana Júrgen Habermas, Alasdair Maclntyre og Charles Taylor.
Sjá Habermas, Theorie des kommunikativen Handelns, 2 bindi (Suhrkamp,
Frankfurt 1981); Maclntyre, After Virtue, önnur útg. (University of Notre
Dame Press, Notre Dame, Indiana 1984) og Whose Justice? Which Rationality ?
(University of Notre Dame Press, Notre Dame, Indiana 1988); Taylor, Sources
of the Self (Harvard University Press, Cambridge, Mass. 1989).
Það sem réttlætir þetta samheiti yfir annars ólíka heimspekinga er sú áhersla
sem þeir leggja allir á hlutdeild og mikilvægi samfélagsins fyrir manninn. Haber-
mas er til að mynda höfundur þess sem Vilhjálmur Árnason hefur kallað sam-
ræðusiðfræði (sjá „Siðfræðin og mannlífið", Hugur 1. ár 1988, s. 49-78), en það
hugtak sýnir vel þá áherslu sem lögð er á hefð, samskipti og samræður í stað
stefnulauss frelsis, einangrunar og einræðu. Taylor hefur í nýjustu bók sinni
reynt að rekja mótunarsögu höfuðgilda vestræns samfélags þar sem áhersla er
lögð á hlut samfélagsins sem vettvangs þar sem þessi gildi mótast og þróast. Helsti
munurinn á „samfélagssinnum" og frjálshyggjumönnum felst þess vegna í því að
frjálshyggjumenn líta á einstaklinginn sem miðju alls og mælikvarða, en
samfélagsinnar líta fremur til gagnkvæmra tengsla mannsins við samfélag sitt.