Skírnir - 01.09.1991, Blaðsíða 233
SKÍRNIR
HIN TVÍSÝNA YFIRVEGUN
495
rangt. Páll skrifar að vísu langan kafla um hamingjuna á öðrum stað
(PII,27-38); en hvort tveggja er að greining hans þar er óþarflega flókin
enda tengist hún ekki siðakenningu hans almennt.
Það er vissulega gott að búa yfir þeirri „rétt-gáðu dæmigreind, sem í
athöfn og stefnu greinir aðalatriði frá aukaatriði, ósvikinn málm {...} frá
sviknum" (P,307).21 En ég kann að vera bjartsýnni en Páll um að hægt sé
að ljá dómgreindinni staðgóða fæðu til að nærast af, svartsýnni en hann
um að hún geti leyst úr lykilspurningum siðlegs lífs á fastandi maga.
VI
Páll Skúlason er góður heimspekingur og það eru forréttindi að fá að vera
í návist hans - í návist verka hans. Maður verður stoltur af að vera honum
sammála, glaður að geta maldað í móinn á stöku stað eins og ég hef lagt
mig fram um hér að ofan. Páll lætur sér fátt mannlegt óviðkomandi í
bókum sínum. Þegar fága þarf marga fleti verða ekki allir jafn-vel
skyggðir. Samt er furða hve heildarsvipur hverrar bókar er góður - þótt
nokkur eftirhreytubragur sé að vísu á Pælingum II. Best tekst Páli upp
þegar hann leyfir sér mest fjörtök í máli og stíl og verður hvað persónu-
legastur. Ég bendi á forspjallið að Pælingum annars vegar og hins vegar
tvær síðustu kveðjurnar til Brynjólfs Bjarnasonar (PII, 193-203). Röddin
sem þar talar er ekki aðeins rödd góðs heimspekings heldur góðs manns.
Og hver væri líka tilgangur siðfræðinnar ef hún gerði engan að betri
manni?
Samt verðum við að gæta þess að hin barnslegu gæði verði ekki
bamaleg. Ég ætla að víkja aftur hér í lokin að hinni miklu skynsemistrú
Páls sem kann að tengjast brjóstgæðum hans: vanmætti til að viðurkenna
og skilja aðdráttarafl hins illa. „Ef þú værir einsog ég“, segir svallarinn
Dmítrí í Karamazov-brœðrunum, „mundirðu skilja hvað ég á við. Ég unni
spillingunni, ég hreifst af svívirðu spillingarinnar. Ég var grimmur. Var ég
kannski ekki padda, var ég ekki eitrað skorkvikindi?" (þýð. Ingibjörg
Haraldsdóttir.)
Páll fjallar um slíkar „pöddur“ og „eitruð skorkvikindi" í öllum þrem-
ur bókum sínum og kemst jafnan að sömu niðurstöðu. Siðlausir menn eru
ekki „mennskir“; þeir eru annaðhvort geðveikir eða blindir á rétt og rangt:
haldnir siðblindu sem helst líkist skákblindu (PII,58-59). Slíkir menn hafa
einfaldlega misst sjónar á réttlætinu, breyta gegn betri vitund (P,188).
Siðfræðin greinir þetta ástand enn nánar: Hver er rót lastanna; hvers vegna
lætur fólk illt af sért leiða? „Einfalt og afdráttarlaust svar við þessu er:
dómgreindarleysi" (S,43). Páll er hér í góðum félagsskap Sókratesar og
marga annarra heimspekinga sem telja að dygð sé nánast sama og þekking:
21 Páll vitnar hér í orð Sigurðar Guðmundssonar skólameistara M.A. úr ræðu á Sal.