Skírnir - 01.09.1991, Blaðsíða 90
352
RORY McTURK
SKÍRNIR
sem tilbrigði gyðjunafnsins Loþkona, sennilega vegna þess að
klæðnaður úr grasi, svo sem graspils og grasbrækur, var notaður
við helgiathafnir þar sem gyðjan var dýrkuð. Það er a.m.k. þannig
sem norski trúfræðingurinn Nils Lid útskýrir upphaf nafnsins
Loþkona.26 Svo mun nafnið Lobbróka hafa orðið til fyrir áhrif
algenga nafnorðsins loðbrók og líka nafnsins Loþkona. Nú virðist
nafnið Loðbróka hafa verið afar sjaldgæft; um það þekki ég ekki
neitt dæmi annað en það sem trémaðurinn hefur upp á að bjóða.
Það hve nafnið var bæði sjaldgæft og formlega mjög svipað orðinu
loðbrók (sem það átti rætur sínar að rekja til að nokkru leyti), olli
því að formin Loðbróka og loðbrók rugluðust saman; og þar sem
viðurnefni sem enda á -brók geta átt við karlmenn (eins og Hauk
hábrók) ekki síður en kvenmenn (eins og Hallgerði langbrók eða
snúinbrók), mun Loðbróka hafa verið talin karlmaður en ekki
kona, og nafn hennar gleymst (að hluta til). Samt lifir réttnefni
hennar áfram í vísum trémannsins; og hið rétta kyn hennar kemur
fram, ef ekki hið rétta nafn, á rúnaristunni í Maeshowe. Allt þetta
kemur vel heim við ábendingu sænska nafnfræðingsins E.H. Lind
um að ólíklegt sé að viðurnefni finnist ein, þ.e.a.s. án þess að vera
tengd einu eða öðru persónunafni.27 Með öðrum orðum, ef orð
sem lítur út fyrir að vera viðurnefni finnst eitt og sér, án þess að
vera tengt neinu öðru nafni, er ástæða til þess að gruna að orðið
hafi upphaflega verið ekta nafn, þ.e.a.s. persónunafn en ekki viður-
nefni. Persónunafnið í þessu tilfelli er Loðbróka, nafn móður
víkingahetjanna ívars, Ubba, Björns, Sigurðar og Hálfdanar.
IV
Hvað hefur allt þetta að gera með Gunnlaðar sögu (1987), nútíma-
skáldsögu eftir Svövu Jakobsdóttur? Ef þær tilgátur sem ég hef
varpað fram hér hafa við rök að styðjast, var Loðbróka hofgyðja í
þjónustu frjósemisgyðju, sem líka hét Loðbróka, eða Loþkona, og
26 Sjá Religionshistorie, utgjeven av Nils Lid, Nordisk kultur XXVI, Stockholm,
Oslo, Kobenhavn 1942, bls. 118, 122.
27 Norsk-islandska personbinamn frdn medeltiden, samlade och utgivna med
förklaringar av E.H. Lind, Uppsala 1920-21, bls. iii.