Skírnir - 01.09.1991, Blaðsíða 247
SKÍRNIR AF DRAUGUM OG SÉRLUNDUÐUM DRENGJUM
509
sínu, leikjum, draumum og hverskonar uppátækjum eru persónurnar
opnar og lesandanum veittur aðgangur að þeim, jafnvel sýndar þeirra
leyndustu tilfinningar og hugsanir. Við þessar hugleiðingar um sjálfs-
vitundina kemur piltur nokkur úr Mýrarenglum Sigfúsar Bjartmarssonar
upp í hugann. Sá heitir Vigfús og kemur fyrir í „Strandhögginu", lengstu
sögu bókarinnar. Frásögnin er sterk og kjarnyrt, harka umhverfisins
endurspeglast í málfarinu og lýsingum öllum; höfundurinn kappkostar að
skapa heild úr söguheiminum, textanum og vitund sögumanns. Vigfús er
ungur piltur í sveit, einn með eldra fólki, rétt eins og Sigmar í Gangandi
íkoma. Sigmar leitaðist við að skapa sinn eigin heim úr leikjum og
ímyndun, meðan Vigfús berst gegn leikjum og hugsunum bernskunnar og
er því eflaust af því sauðahúsi sem Ástráður á við þegar hann talar um
bælingu á kenndum sem geta valdið brestum í sjálfsímyndinni. Vigfús er
alinn upp við sterka og harða karlmennskuímynd og mótast eðlilega af
því. Leikur er eitthvað fyrir aumingja, keppikeflið er að verða fuilorðinn
sem fyrst og hann skammast sín fyrir að sýna nokkuð sem kalla má
tilfinningar, reynir að réttlæta slíkt ef það kemur fyrir. Vigfús elst ekki
upp með öðrum börnum og allt sem telst til svokallaðrar barnamenningar
er honum ekki samboðið; hann reynir að sverja af sér að hann geti
hugsanlega haft gaman af nokkru sem því tengist. Og ekki er betra ef því-
líkar tiktúrur eru ættaðar „að sunnan", því þaðan kemur vont eitt:
Frammi á ganginum, skal játað hér í fyrsta sinni, að mér leið eins
og valhoppandi fífli í barnabók að sunnan. (bls. 84)
Persónurnar í sögum Sigfúsar eru misgamlar. Vigfús er yngstur, og í
kapphlaupinu við að ná þeim fullorðnu fer ekki hjá því að hann taki sumt
full alvarlega og misskilji annað. Hann talar þannig mikið upp úr öðrum
og skilur greinilega ekki alltaf við hvað er átt.
Aldrei fer þó á milli mála að bak við grímuna slær barnshjarta, og rétt
eins og mörg önnur börn er Vigfús auðsærður; kannski eru tilfinningar
hans, strengdar af bælingu, enn viðkvæmari en annarra þegar eitthvað
bjátar á. Frásögnin er bundin við vitund Vigfúsar og sýnir alltaf hvað hann
hugsar; og með hugsunum berst hann stundum gegn tilfinningunum, eins
og þegar hann eitt sinn heyrir á tal foreldranna:
„... og það liggur nú ekki á að segja drengaumingjanum frá þessu."
Og allt í einu er veðrið dottið niður, og þá kemur það og hljóm-
ar ógnarhátt og skýrt [...]:
„Það er hætt við að hann brotni alveg, Fúsi greyið.“
Ég sé ekkert fyrst, það er lengi, svo sé ég vatn.
Ég er aumingi. Eins og þau þurfi að segja mér eitthvað... ég sé
ekki bara, ég sé hálfviti líka... (bls. 114)