Skírnir - 01.09.1991, Blaðsíða 263
MYNDLISTARMAÐUR SKÍRNIS
Næturganga í Selási
Nokkur orð um málverkið „Bið“ eftir Jóhannes Geir
í umræðu um íslenska myndlist er iðulega haft á orði að listamaður
„tileinki sér“ eitt og annað eða „velji sér“ efni til umfjöllunar. Hygg ég að
þetta orðalag gæði sköpunarferlið öllu meiri tilætlun og yfirvegun en
ástæða er til.
Vísast er þessi umræða að einhverju leyti andsvar við landlægum hug-
myndum um sköpunina sem lauslegt sambland af eðlisgáfum og inn-
blæstri, en hneigist hinsvegar til sambærilegrar einföldunar á margþættu
ferli.
Sjálfum þykir mér ekki einleikið hve oft listsköpunin - og þá á ég
framar öðru við listsköpun fígúratífra myndlistarmanna - felst í að koma
til móts við myndsýn grundvallaða í bernsku, og snertir þetta jafnt inntak
verka og byggingu.
Listamaðurinn Guðmundur Guðmundson, Erró, er til að mynda
frægur fyrir feiknastórar og skipulega uppbyggðar safnmyndir af stríðs-
mönnum, sem eru öðrum þræði viðbrögð við stríðsrekstri Banda-
ríkjamanna í Víetnam. En formrænt séð eru þessar myndir líka ótrúlega
nákvæm endurtekning á teikningum sem listamaðurinn gerir af stríðs-
mönnum, þá aðeins sextán ára sveitapiltur.
Ég hallast æ meir að þeirri hugmynd að listamaðurinn „tileinki" sér
hvorki né „velji“ viðfangsefni, heldur beri hann miklu fremur „kennsl" á
eigin viðhorf, eigið sjálf, í einhverju sem fyrir er í samtímanum og list
hans. Listsköpun hans og þroski felast í að gæða sérhvern „endurfund“
við sjálfið uppsafnaðri reynslu, tilfinningalegri sem vitsmunalegri. Ef um
val eða tileinkun er að ræða á einhverju stigi sköpunarinnar, má allt eins
halda því fram að viðfangsefnið velji sér listamann.
Olíumálverk Jóhannesar Geirs listmálara, Bið, frá 1978, lætur ekki
mikið yfir sér, en ber í sér allnokkuð af uppsafnaðri reynslu. Aðspurður
segir listamaðurinn að verkið sé „algjör fantasía", afrakstur gönguferða að
næturlagi um Seláshverfið í Reykjavík, sem þá var í örum vexti.
Um það leyti sem myndin varð til var Jóhannes Geir nýlega fluttur í
einbýlishús sitt og vinnustofu við Elliðaárstíflu, spölkorn frá þessu nýja
hverfi. í fyrstunni þóttu næturgöngur listamannsins um byggingarsvæðið
svo grunsamlegar að lögreglan sá ástæðu til að grennslast fyrir um erindi
hans.
Skírnir, 165. ár (haust 1991)