Skírnir - 01.09.1991, Blaðsíða 219
SKÍRNIR
HIN TVÍSÝNA YFIRVEGUN
481
verkfæram sínum. Enginn greiðir úr heimspekilegum flækjum á íslensku
sem hefur ekki vald á launbrögðum tungunnar.
Fleiri breytingar má greina á verkum Páls séu þau skoðuð í tímaröð.
Hann virðist t.d. vera að fjarlægjast þá mið-evrópsku umræðuhefð er
mótaði nokkuð svipinn á elstu skrifum hans, hefð þar sem grunnstuðull
allrar heimspeki er álitinn vera frumspeki eða verufræði. Þess í stað fetar
hann nú fremur slóð hefðbundinnar siðfræði sem sporræk er aftur til
Grikkjanna miklu Platóns og Aristótelesar. Get ég ekki sagt að sú
breyting sé mér mikið angursefni. Ábyrgðarlausir heimspekinemar töluðu
á minni tíð í Háskóla Islands um tvær meginstefnur nútíma heimspeki,
„ruglspeki" og „staglspeki", þar sem sú fyrri segði okkur ekkert um allt
en hin síðari allt um ekkert.2 Þótt undarlegt megi virðast á gríska hefðin
meira skylt með stagli en rugli, hótfyndni en heilaköstum. Það gleður því
okkur, sparðatínana, að sjá hin glöggu platónsku og aristótelísku áhrif í
hugsun Páls.
Enn er ekki öll sagan sögð um þróunina í verkum Páls Skúlasonar. Hafi
hann þótt ögn hlaðstiklandi eða tvíráður í svörum á fyrri árum þá hefur nú
orðið mikil breyting þar á til batnaðar. Karl Popper fullyrti, sem frægt er,
að vísindakenning væri því betri sem hún útilokaði fleiri kosti.3 Á sama
hátt mætti segja að heimspekikenning sé því betri sem hún er beinskeyttari
og gott ef ekki líka ósennilegri, a.m.k. við fyrstu sýn. Illu heilli leggja
misskildar kröfur um fræðilega varúð mörgum heimspekingum mél í
munn og varna því að þeir nái að stjaka nóg við lesendunum. Páll er smám
saman að skyrpa þessu méli út úr sér. Gott dæmi þess er sú staðhæfing
hans í upphafi Siðfræðinnar4 að ámælisvert sé „að virða skoðanir annarra,
ef maður veit að þær eru ekki réttar“ (51,! 1). Ég tek eftir því að margir
hrökkva við þegar þeir lesa þessi orð en fyllast jafnframt tvíefldum áhuga á
að kynna sér rökin fyrir þeim. Þarna er bersýnilega maður sem hefur
eitthvað að segja! Jafnvel þótt lesandinn gæti, að íhuguðu máli, ekki tekið
undir orð Páls hlyti hann að viðurkenna, í anda Johns Stuart Mill, að ef
slíkrar skoðunar hefði ekki notið við hefði hann misst þeirrar skýru
skynjunar og fjörmiklu myndar af sannleikanum sem birtist „þegar sönnu
og lognu lýstur saman“.5 Að dómi Mills treystum við umfram allt eigin
skoðanir með því að kynna okkur mótrök þeirra og læra að svara þeim. En
rökin verðum við „að heyra af vörum manna, sem trúa á þau og verja þau
af alvöruþunga og öllu afii“.6
2 Þessi ágætu orð munu runnin undan tungurótum Mikaels M. Karlssonar
dósents.
3 Sjá bók Poppers, Conjectures and Refutations (London 1963), einkum kafla 1.
4 Eftirleiðis verður Siðfræðin skammstöfuð „S“, Pxlingar „P“ og Pxlingar II
„PII“ og vísað til þeirra með blaðsíðutölum í svigum.
5 Frelsið, þýð. Jón Hnefill Aðalsteinsson og Þorsteinn Gylfason (Reykjavík 1970),
bls. 54.
6 Sama rit, bls. 83.