Skírnir - 01.09.1991, Blaðsíða 118
380
ANDREW WAWN
SKÍRNIR
þær“. Áhrifameiri útlitslýsingar vekja strax athygli - til dæmis lýsir
Repp hinum treggáfaða Eldjárni, en útlitseinkenni hans eru ekki
tilgreind í Færeyinga sögu, sem lágvöxnum manni, raddsterkum,
rauðhærðum og höfuðstórum og annar augasteinninn risastór og
hvítur á lit, skreyttur „agnarsmáu sjáaldri á stærð við demant í
brjóstnálum nútímans“. Og Þrándi er lýst sem rauðhærðum og
freknóttum eins og í Flateyjarbók, en nú með grá augu sem leita í
sína áttina hvort. I mannlýsingum sínum tekur Þorleifur gjarnan
lýsingarorð úr íslenska textanum og gæðir þau lífi - í fornsögunni
er Eldjárn þannig sagður meðal annars marg ordr ok [...] heímskr60
og lætur Þorleifur þessa umsögn koma fram í lofræðu Eldjárns um
Hafgrím, spaugilegri langloku sem er stöðugt trufluð af ögrandi
virðingarleysi áheyrenda, þeir hlæja, hósta, geispa, bora í nefið eða
stunda þá iðju sem Sir George Mackenzie fannst erfitt að venjast á
ferðum sínum um Island 1810, „óhefta losun munnvatns“.61
Árangurinn er sá að það slaknar á orðknöppum og hófstilltum frá-
sagnarhætti miðaldasögunnar og stíllinn öðlast góðborgaralegan
virðuleik og tign enskrar nítjándualdar skáldsögu.
Þorleifi virðist sérstaklega umhugað að rekja breytni persóna til
frumlegra og ólíklegra ástæðna. Þannig er hollusta Eldjárns við
Hafgrím skýrð með því að gera hann að leysingja, honum hafi
nýlega verið gefið frelsi fyrir að hafa heimt hest húsbóndans úr
helju nokkrum vikum áður. Andúð Hafgríms á Bresti og Beini er af
ýmsum orsökum: í fyrsta lagi gefur Repp völdum Brestis styrkari
sögulegar forsendur en völdum Hafgríms, en í fornsögunni var
völdum á eyjunum skipt jafnt milli Hafgríms og Brestis; í öðru lagi
öfundar Hafgrímur bræðurna af greiðum aðgangi að norsku
hirðinni og hæðist að smjaðri þeirra fyrir Norðmönnum; í þriðja
lagi gremjast honum vinsældir bræðranna meðal leiguliða sinna; og
í fjórða lagi fyrirverður hann sig fyrir keltneska upprunann sem
Þorleifur hefur fært yfir á hann frá Einari. Brestir og Beinir eru
síðan kynntir sem dæmigerðir fyrir fríhyggju upplýsingarinnar,
heiðnir trúleysingjar sem eru nógu frjálslyndir til að hafna fjárfram-
lögum frá leiguliðum, öðlast þannig auknar vinsældir og blómstra í
60 Ólafur Halldórsson (ritstj.), Fœreyinga saga, Stofnun Árna Magnússonar á
íslandi, 30 (Reykjavík 1987), bls. 8.
61 Mackenzie, Sir George [o.fl.], Travels in tbe island of Iceland during the summer
of the year MDCCCX (Edinborg 1811), bls. 94.