Skírnir - 01.09.1991, Blaðsíða 152
414
GÍSLIJÓNSSON
SKlRNIR
með þessu nafni urðu sárafáar, og nú sýnist mér nafnið vera horfið.
Stundum kann því að hafa verið blandað saman við Guðlín, sem
upp kom um svipað leyti og Guðlína, en hefur orðið miklu líf-
vænna.
Sr. Jón á Stafafelli sagði, er hann hafði andmælt nýnefninu
Guðjón: „Þó eru sumir þessara nýgjörvinga enn afkáralegri: t.d.
Guðanna, Guðjóný, Guðlína".17
Hildigunnur er fornt nafn og myndarlegt, frægt af Njálu. Báðir
liðir þessa nafns merkja í senn orustu og valkyrju, og ekki minnkar
vopnabrakið við það, að tvær af þremur Hildigunnum í Njálu eru
Starkaðardœtur, en Stark(h)aður merkir sterkur hermaður. Höð er
orusta. Nafnið Hildigunnur virðist hafa verið ærið sjaldgæft, í
Landnámu er ein, í Sturlungu engin, og 1703 aðeins ein, Hildi-
gunnur Skúladóttir 18 ára á Vatni á Höfðaströnd í Skagafjarðar-
sýslu. Arið 1801 var engin, en 1845 er komin upp í Dalasýslu hala-
klippta gerðin Hildigunn. Þá var Hildigunn Sigurðardóttir 22 ára á
Langeyjarnesi. Hún var komin yfir í Snæfellsnessýslu 1855. Síðan
hverfur þessi gerð nafnsins, en hin upphaflega tekur við. Árið 1910
hétu fjórar konur Hildigunnur, og 37 voru svo skírðar 1921-50.
Nafnið er vel lifandi nú um stundir.
Hjálmtýr er gamalt sem kenning fyrir hermann. Týr var guð og
er víst skylt tír í orðstír og lýsingarorðunum tær og teitur. Hjálm-
týr er sögukappi og rímnahetja. Enginn maður hét Hjálmtýr 1703
né heldur 1801, en tveir nefndust svo 1845, eldri þeirra Hjálmtýr
Magnússon 16 ára í Svínhóli í Kvennabrekkusókn í Dalasýslu.
Mönnum með þessu nafni hefur fjölgað ofurlítið, munu vera um
tveir tugir, og nafninu bregður fyrir í skírnarárgöngum síðustu
áratugina.
Ikaboð hafa menn oft tekið sem dæmi um undarleg mannanöfn
meðal okkar. Þetta er reyndar komið úr hebresku Ichabod =
„Hvar er dýrðin?“. Nafnið er úr Biblíunni, og móðir Ichabods þar
gaf honum þetta nafn banvæn, enda voru þá faðir hans og afi fallnir
og sáttmálsörkin numin á brott, svo að: Hvar er dýrðin?18 Fyrstur
með þessari nafngift hérlendis, sem ég hef fundið, var íkaboð Þor-
grímsson, 22 ára, í Villingadal í Vatnshornssókn í Dalasýslu. Hann
17 Um íslensk mannanöfn, bls. 600.
18 Sjá Fyrri Samúelsbók, 4,17-22 og 14,3.