Sagnir - 01.06.1999, Page 22

Sagnir - 01.06.1999, Page 22
Andrew Wawn Sagnir 1999 21 Víðtæk áhrif? Já, Heimskringuformáli Laing var víða lesinn og ekki bara af fínu fólki heldur síaðist boð- skapurinn t.d. í barnabækur. Satt best að segja þá er ég nógu gamall til að hafa upplifað þetta, verðlaun mín fyrir góða mætingu í sunnu- dagsskólanum voru bækur eftir R. M. Ball- antyne skrifaðar um 1870. Ballantyne var undir áhrifum frá Laing og Heimskringlu, hann sendi frá sér tvær skáldsögur byggðar á efni Heimskringu, Vínlandsferð Leifs Eiríks- sonar og Hafursfjarðarorrustu. Ballantyne sá Hafursfjarðarorrustu sem baráttu milli tveggja ólíkra lífsviðhorfa, héraðsbundið lýðræði á móti miðstýrðu tíranísku konungsvaldi. Bæk- urnar voru enn lesnar þegar ég var ungur, um 1950. Norrænar bókmenntir voru kenndar við enska háskóla, fyrsti frægi kennarinn var Ís- lendingurinn Eiríkur meistari Magnússon sem kenndi við háskólann í Cambridge. Eiríkur var mjög áhrifamikill maður, sérstaklega þar sem hann kenndi konum, þær komu svo oft til Íslands til að sannreyna Eirík. Guðbrandur Vigfússon kenndi við Oxford. Þeir Eiríkur og Guðbrandur voru „bestu óvinir“ árum saman. Við lok 19. aldar var kennslan ekki aðeins bundin við London, Cambridge eða Oxford. Aðrir háskólar eins og í Liverpool og Manchester tóku einnig upp kennslu í norrænum fræðum. Eft- ir fyrri heimsstyrjöldina hófst kennsla við Háskólann í Leeds. Ekki má gleyma að sökum manna eins og Repps var Skotland framarlega í víglínunni. Skotar sýndu norrænum fræðum áhuga langt á und- an Englendingum. Ekki með form- legri kennslu, heldur stofnuðu Skotar menningarfélög þar sem þeir hlustuðu á erindi um norræn fræði. Hver er staða norrænna fræða í enskum háskólum í dag? Í háskólum verður sífellt meiri samkeppni um nemendur, margar nýjar greinar og undirgreinar hafa sprottið upp. Í Leeds kennum við forníslensku og eitthvað í nútíma íslensku sem og bókmenntir. Annars notum við hvert tækifæri sem gefst til að kenna Íslendingasögurnar í almennum bókmennta- fræðum, í enskum þýðingum. Þetta nám er aðeins hluti af stórri deild þar sem er margt er kennt, allt frá „Plató til Nató“ eins og Ameríkanar segja. Plató er í samkeppni við Nató. Ég er reyndar á því að nemendur kynnist hvorutveggja, nútíma og fornum bókmenntum. Háskólinn er með áfangakerfi þar sem nemandinn er að nokkru leyti viðskiptavinur, kerfið er byggt upp á skyldukúrsum og valkúrsum. Við miðaldafræðingar sem höfum gaman af íslensku þurfum bara að markaðs- setja okkur sem best, okkur í Leeds gengur sæmilega - um 20 fyrsta árs nemar eru nú hjá okkur. Þeir læra dálítið um Íslend- ingasögur og eitthvað í forníslensku en kúrsanir eru stuttir og ekki er hægt að koma miklu fyrir í þeim, nemendur fá „smakk“ og það er betra en að menn fái ekki neitt. Í dag er ekki erfitt að markaðssetja Íslandsfræði, Ísland er í tísku sem menningarstaður. Nemendur mínir segja að Reykjavík sé höf- uðborg popptónlistar, sbr. Björk og Damon, það skiptir miklu máli fyrir okkar kúrsa þegar einn einstaklingur kemst í fjöl- miðla. Eftir að Björk varð svo þekkt kom stelpa til mín úr tón- listardeildinni, hún var ekki að skrifa um Mozart eða Schubert heldur Björk! Þetta er stórt mál hjá nemendum mínum. Þetta var ekki svona fyrir 20 árum, áhuginn á Íslandi hefur aukist og við byggjum á þessu, ef Ísland er „trendy“, þá er það fínt! „ ... áhuginn á Íslandi hefur aukist og við byggjum á þessu, ef Ís- land er „trendy“, þá er það fínt!“ Geysir var ávallt vinsæll áningarstaður hjá ferðamönnum. Stanley teiknaði myndina er hann fylgdist með hegðun hversins og skrásetti gostímann á Íslandsleiðangri sínum 1789.

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.