Sagnir - 01.06.1999, Page 41

Sagnir - 01.06.1999, Page 41
40 Sakamannalsingar  Alingi Sagnir 1999 dikt Þorsteinsson lögmaður hafði afskipti af. Lögmaðurinn hefur orðið í bréfi sem hann lét lesa upp á Alþingi 1730: [Þorleifur] lýsti fyrir mér og öðrum dánumönnum, að hann hefði strokið frá Skálholti fyrir samvitund að nokkrum þjófnaði, stolið að skilnaði eldishesti frá hr. biskupinum, hvern hann hafi á fjöllunum misst; tók ég svo þennan hlaupastrák heim til míns heimilis, í því skyni þangað til ég vissi sanna vissu hér um, svo hann ei undanhlypist for- þéntu straffi. Þorleifur strauk á meðan Benedikt var á þingi 1729 og varð mönnum til ama bæði í Kelduhverfi og Skálholti. Því lýsti Bendikt auðkennum hans á Alþingi árið 1730.11 Einum manni er lýst tvívegis, Steingrími Helgasyni sem fyrst er lýst árið 1693 af Jóni Sigurðssyni sýslumanni í Borg- arfjarðarsýslu og aftur 1699 af Jóni Jónssyni sýslumanni úr Snæfellsnessýslu en Steingrímur strauk þá úr þremur fanga- járnum sýslumanns á Alþingi. Steingrími er lýst svona árið 1693: Meðalmaður á hæð, þykkvaxinn, luralegur í framgöngu, rauðbirkinn á hár, sköllóttur, en kembir hárið frá hnakka og fram á enni, rauðleitur í andliti, hárstrý um kjálka og und- ir höku, með freknóttar og breiðar hendur.12 Lýsingin á Steingrími árið 1699 er á þessa leið: Meðalmaður á hæð, þykkvaxinn, luralegur í framgangi, rauðbirkinn á hár, sköllóttur, en kembir hárið frá hnakka og fram á ennið, rauðleitur í andliti, rauðbirkinn um kjálka og höku, lotinn á herðar, með flærðarlegu tilliti, hver drengur til dauða dæmdur var.13 Ekki er þess getið í síðari lýsinguni að þar sé stuðst við lýs- inguna frá 1693 en þær eru grunsam- lega líkar. Eldri lýsingin virðist því tekin upp og notuð aftur en í breyttu og bættu formi. Lýsinguna hefur sýslumaður Jón Jónsson því fengið úr Alþing- isbók ársins 1693 og lagað hana til eftir eigin höfði. Úr einstaka sakamannalýsing- um í Alþingisbók- um má lesa vit- neskju um sam- vinnu milli embætt- ismanna við leit á eftirlýstum saka- mönnum. Til dæmis beina sýslumenn lýsingunum stundum að þeim embættis- mönnum sem talið er líklegast að geti fundið viðkomandi sakamann. Þetta gerist oftast þegar sá sem lýsinguna skrifar virðist hafa einhverja hugmynd eða vitneskju um hvert saka- maðurinn hafi farið. Þegar grunuðum barnsföður Guðrúnar Ingimundardóttur, Jóni Snorrasyni, er lýst árið 1685 óskar sýslumaðurinn í Árnessýslu þess „að velnefndir sýslumenn, sérdeilis í Skaftafellsþingi, fyrir þessum manni spyrjast vilji og síðan hans andsvör, ef hittast kann, sér undirvísa.“14 Þarna glittir greinilega í samvinnu sýslumanna. Í dóma- og þingbók Markúsar Bergssonar sýslumanns í Ísafjarðarsýslu er að finna dómsmál um óleyfilega barneign Valgerðar Sveinbjörnsdóttur sem lætur uppi að barnsfaðirinn sé Eysteinn Jónsson. Í bók- inni segir að þar sem Eysteinn sé strokinn ... úr sínum átthaga, þá dæmist hann hér með rétt- tækur til að færast hingað í sýslu hvar sem hittast kann til að svara til þessa áburðar Valgerðar Sveinbjörnsdóttur, og annaðhvort löglega undanfærast eður endanlegan dóm að líða.15 Á Alþingi um sumarið lýsti Markús Bergsson auðkennum Eysteins. Yfirvaldinu tókst að hafa upp á Eysteini, hvort sem það var lýsingu Markúsar að þakka, því hann var dæmdur til dauða ásamt Valgerði á Alþingi 1728. Náðun barst þeim árið eftir og dómi Eysteins breytt í ævilanga Brimarhólmsvist.16 Árangur þeirrar vinnu að lýsa eftir sakamönnum á Alþingi er illmælanlegur útfrá Alþingisbókum, sökum þess hve mörg málanna eru þess eðlis að þau hafa ekki komið aftur fyrir Al- Hugsanlega hefur Snæbjörn Pálsson lögsögumaður litið svona út samkvæmt lýsingum í Alþingisbókum.

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.