Sagnir - 01.06.1999, Blaðsíða 41

Sagnir - 01.06.1999, Blaðsíða 41
40 Sakamannalsingar  Alingi Sagnir 1999 dikt Þorsteinsson lögmaður hafði afskipti af. Lögmaðurinn hefur orðið í bréfi sem hann lét lesa upp á Alþingi 1730: [Þorleifur] lýsti fyrir mér og öðrum dánumönnum, að hann hefði strokið frá Skálholti fyrir samvitund að nokkrum þjófnaði, stolið að skilnaði eldishesti frá hr. biskupinum, hvern hann hafi á fjöllunum misst; tók ég svo þennan hlaupastrák heim til míns heimilis, í því skyni þangað til ég vissi sanna vissu hér um, svo hann ei undanhlypist for- þéntu straffi. Þorleifur strauk á meðan Benedikt var á þingi 1729 og varð mönnum til ama bæði í Kelduhverfi og Skálholti. Því lýsti Bendikt auðkennum hans á Alþingi árið 1730.11 Einum manni er lýst tvívegis, Steingrími Helgasyni sem fyrst er lýst árið 1693 af Jóni Sigurðssyni sýslumanni í Borg- arfjarðarsýslu og aftur 1699 af Jóni Jónssyni sýslumanni úr Snæfellsnessýslu en Steingrímur strauk þá úr þremur fanga- járnum sýslumanns á Alþingi. Steingrími er lýst svona árið 1693: Meðalmaður á hæð, þykkvaxinn, luralegur í framgöngu, rauðbirkinn á hár, sköllóttur, en kembir hárið frá hnakka og fram á enni, rauðleitur í andliti, hárstrý um kjálka og und- ir höku, með freknóttar og breiðar hendur.12 Lýsingin á Steingrími árið 1699 er á þessa leið: Meðalmaður á hæð, þykkvaxinn, luralegur í framgangi, rauðbirkinn á hár, sköllóttur, en kembir hárið frá hnakka og fram á ennið, rauðleitur í andliti, rauðbirkinn um kjálka og höku, lotinn á herðar, með flærðarlegu tilliti, hver drengur til dauða dæmdur var.13 Ekki er þess getið í síðari lýsinguni að þar sé stuðst við lýs- inguna frá 1693 en þær eru grunsam- lega líkar. Eldri lýsingin virðist því tekin upp og notuð aftur en í breyttu og bættu formi. Lýsinguna hefur sýslumaður Jón Jónsson því fengið úr Alþing- isbók ársins 1693 og lagað hana til eftir eigin höfði. Úr einstaka sakamannalýsing- um í Alþingisbók- um má lesa vit- neskju um sam- vinnu milli embætt- ismanna við leit á eftirlýstum saka- mönnum. Til dæmis beina sýslumenn lýsingunum stundum að þeim embættis- mönnum sem talið er líklegast að geti fundið viðkomandi sakamann. Þetta gerist oftast þegar sá sem lýsinguna skrifar virðist hafa einhverja hugmynd eða vitneskju um hvert saka- maðurinn hafi farið. Þegar grunuðum barnsföður Guðrúnar Ingimundardóttur, Jóni Snorrasyni, er lýst árið 1685 óskar sýslumaðurinn í Árnessýslu þess „að velnefndir sýslumenn, sérdeilis í Skaftafellsþingi, fyrir þessum manni spyrjast vilji og síðan hans andsvör, ef hittast kann, sér undirvísa.“14 Þarna glittir greinilega í samvinnu sýslumanna. Í dóma- og þingbók Markúsar Bergssonar sýslumanns í Ísafjarðarsýslu er að finna dómsmál um óleyfilega barneign Valgerðar Sveinbjörnsdóttur sem lætur uppi að barnsfaðirinn sé Eysteinn Jónsson. Í bók- inni segir að þar sem Eysteinn sé strokinn ... úr sínum átthaga, þá dæmist hann hér með rétt- tækur til að færast hingað í sýslu hvar sem hittast kann til að svara til þessa áburðar Valgerðar Sveinbjörnsdóttur, og annaðhvort löglega undanfærast eður endanlegan dóm að líða.15 Á Alþingi um sumarið lýsti Markús Bergsson auðkennum Eysteins. Yfirvaldinu tókst að hafa upp á Eysteini, hvort sem það var lýsingu Markúsar að þakka, því hann var dæmdur til dauða ásamt Valgerði á Alþingi 1728. Náðun barst þeim árið eftir og dómi Eysteins breytt í ævilanga Brimarhólmsvist.16 Árangur þeirrar vinnu að lýsa eftir sakamönnum á Alþingi er illmælanlegur útfrá Alþingisbókum, sökum þess hve mörg málanna eru þess eðlis að þau hafa ekki komið aftur fyrir Al- Hugsanlega hefur Snæbjörn Pálsson lögsögumaður litið svona út samkvæmt lýsingum í Alþingisbókum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.