Sagnir - 01.06.1999, Side 57

Sagnir - 01.06.1999, Side 57
56 Sagnir 1999 „Skæðasta svikamylla auðvaldsins“ – Orðrómur um gengisfellingu í upphafi árs 1933 Magnús Sveinn Helgason Íupphafi árs 1933 gekk það fjöllunumhærra í Reykjavík að í undirbúningiværi gengisfelling krónunnar. Al- mannarómur kvað að í kjölfar gengisfell- ingar dönsku krónunnar í janúarlok það ár, hefði kviknað áhugi áhrifamanna allra flokka á gengislækkun. Ólafur Thors, for- stjóri Kveldúlfs og formaður Félags Ís- lenskra Botnvörpuskipaeigenda (F.Í.B), var sagður róa öllum árum að gengislækk- un. Skyndilega beindist athygli alls al- mennings að gengismálinu og gengisstefnu stjórnvalda, sem ekki hafði komið til al- mennrar umræðu síðan á þriðja áratugn- um.1 Hugmyndir um að íslendingar tækju upp sjálfstæða gengisstefnu heyrðust í fyrsta sinn í mörg ár.2 Skoðanaskipti ársins 1933 eru óþekkt í söguritun kreppuáranna. Hefðbundin söguskoðun er að lítið sem ekkert hafi ver- ið rætt um gengismálið fyrr en í lok ára- tugarins, þegar hrun blasti við togaraút- gerðinni. Þetta viðhorf kemur meðal ann- ars fram hjá Jóhannesi Nordal og Sigurði Tómassyni í grein þeirra „Frá floti til flots“, en þeir segja að þrátt fyrir gríðar- lega efnahagsörðugleika hafi breyting á genginu verið „lítið á dagskrá“, fyrr en bundinn var endir á 14 ára tímabil stöðugs gengis vorið 1939.3 Uppskipun úr Kveldúlfstogara í Reykjavíkurhöfn. Ef togaraflotinn hefði verið stöðvaður, eins og botnvörpuskipaeigendur hótuðu, hefðu þúsundir manna bæst í hóp atvinnuleysingja.

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.