Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2001, Qupperneq 16
Arnfríður Guðmundsdóttir
Hallgrími Péturssyni, sem falið var að rifja upp kristin fræði með leysingj-
unum. Framhald sögunnar er vel þekkt, það er samband þeirra Guðríðar og
Hallgríms og barnið sem hún gekk með um vorið, þegar þau sneru saman aft-
ur heim til Islands. Ovíst er hvenær Guðríði varð kunnugt um afdrif Eyjólfs,
eiginmanns síns, en hann drukknaði um það bil hálfu ári áður en Guðríður
kom til Kaupmannahafnar.9
Þvert á drauma Guðríðar og Hallgríms um betra líf heima á íslandi, biðu
þeirra erfiðir tímar. Þáttaskil urðu í lífi þeirra þegar Brynjólfur Sveinsson bisk-
up í Skálholti, sem hafði tekið Hallgrím upp á sína arma í Kaupmannahöfn,
vígði hann til prests í Hvalsnesi árið 1644.10 Það var þó ekki fyrr en Hall-
grímur fékk Saurbæ á Hvalfjarðarströnd að hagur þeirra Guðríðar tók að
vænkast til muna.* 11 En áföllin áttu eftir að verða fleiri. Aðeins eitt barn Guð-
ríðar og Hallgríms náði fullorðinsaldri. Arið 1662 brann bær þeirra í Saur-
bæ12 og fljótlega þar á eftir veiktist Hallgrímur af holdsveiki.12 Eins og áður
hefur komið fram lifði Guðríður bæði mann sinn og soninn Eyjólf, sem dó
rúmlega fertugur frá eiginkonu og tveimur börnum, einu afkomendum Guð-
ríðar og Hallgríms. Guðríður bjó síðustu æviárin hjá eftirmanni Hallgríms, sr.
Hannesi Björnssyni á Saurbæ.14 Síðast er getið um Guðríði að henni látinni,
í svonefndri ártíðaskrá sr. Hannesar. Aðeins fáir útvaldir komust í slíkar skrár,
sjaldnast konur.15 Hefur þetta þótt bera vitni um þá virðingu sem hann hafi
borið fyrir Guðríði og hafa fræðimenn vitnað í ártíðaskrána til stuðnings gagn-
rýni sinni á þá neikvæðu mynd sem á umliðnum öldum hefur verið dregin upp
af Guðríði Símonardóttur. Viðurnefni Guðríðar, Tyrkja-Gudda, segir sína
9 Ari Gíslason 1989, s. xv; Sigurbjörn Einarsson 1989, s. xxxii.
10 Helgi Skúli Kjartansson 1974, s. 85.
11 Helgi Skúli Kjartansson 1974, s. 91.
12 Helgi Skúli Kjartansson 1974, s. 124; Ari Gíslason 1989, s. xxi.
13 Helgi Skúli Kjartansson 1974, s. 141; Ari Gíslason 1989, s. xxiii.
14 Guðríður lifði lengst þeirra sem áttu afturkvæmt úr höndum Tyrkja (Ari Gíslason 1989,
s. xxiii).
15 Helgi Skúli Kjartansson ritar svo í bók sinni um Hallgrím Pétursson:
„... Séra Hannes hélt ártíðaskrá þar sem hann bókfærði dánardægur merkismanna, og þar
gat hann láts Guðríðar. Sýnir það að nokkuð hefur Hannesi þótt til hennar koma, og má
vel taka mark á honum um það því að hann hafði verið nágranni hennar árum saman og
sambýlismaður þeirra Hallgríms árlangt" (Helgi Skúli Kjartansson 1974, s. 155). Þessi
skoðun kemur fyrst fram í grein Sigurðar Nordals (Sigurður Nordal 1927, s. 129). Sjá
einnig Sigurbjöm Einarsson 1989, s. xxxvi-xxxvii.
14