Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2001, Page 21
Kristur var eini vinur minn
Víða í túlkun Steinunnar er guðsmynd 17. aldarinnar dregin upp með skörp-
um línum, myndin af hinum harða og refsandi Guði sem og dómi Guðs sem
tekur á sig hin ólíklegustu form. „Drottinn gefur og drottinn tekur.“ Aftur og
aftur stendur Guðríður frammi fyrir hinum harða og miskunnarlausa Guði.
Guð tekur Eyjólf eiginmann hennar frá henni, heimili hennar í Vestmanna-
eyjum, Sölmund son hennar, ófullburða og ung börn hennar, prestssetrið í
Saurbæ, Hallgrím og síðast Eyjólf son hennar. Hún er ein eftir og hennar er
að gera upp við þann Guð sem hefur tekið allt frá henni, allt nema það sem
hún þráir að verði tekið, hennar eigið líf. En samt sem áður kvikar hún ekki
frá trúnni. „Trúin var mín helsta vörn. Kristur var minn eini vinur“, er trúar-
játning Guðríðar að lokinni langri og strangri ævi. 37
Þjáningin í aðalhlutverki
Togstreitan á milli hins harða og upphafna Guðs og Guðs sem er nálægur í
Kristi á krossinum er víða til staðar í leikritum Steinunnar og Jakobs og þján-
ingin er miðlæg hjá báðum. Þjáningin er lykillinn að náð Guðs en hún er
einnig leiðin að þekkingunni á Guði. Hlutverk þjáningarinnar kemur vel fram
í orðum Guðríðar í leikriti Jakobs, er hún stendur við dánarbeð Hallgríms:
Þegar jeg stend við hvílu Hallgríms Pjeturssonar, sje jeg hinn ægilega leyndar-
dóm. Jeg finn, að Guð er náðugur. En hver skilur þann leyndardóm, að það sé
náðugur faðir, sem krossfestir Hallgrím Pétursson? Er krossinn náðargjöf -
holdsveikin - sálarkvölin - ? Er kvölin kærleikur? Og kærleikurinn kvöl?38
Hjá Jakobi opinberast leyndardómur þjáningarinnar fyrst og fremst í holds-
veiki Hallgríms. Sagan um Guðríði verður þannig frekar eins og umgjörð um
söguna af þjáningu höfundar Passíusálmanna, sem er hápunktur verksins.
Frammi fyrir þjáningunni hrópar Hallgrímur með Kristi: „Guð minn, Guð
minn, því forljestu mig,“ en beygir sig svo undir vilja Guðs og gengur leið
þjáningarinnar með Kristi.
„Þú varst send mér“, segir Hallgrímur við Guðríði í leikriti Steinunnar.
„Þú varst send mér. Hrakin og forsmáð varstu send mér svo ég mætti opna
augun fyrir neyð manneskjunnar.“40 Hlutverk Guðríðar er sem sagt að opna
37 Steinunn Jóhannesdóttir 1995, s. 47. í lok leikritsins leggur Guðríður líf sitt í hendur Guðs
með svohljóðandi bæn: „Kenndu mér þakklátri þakklæti. Kenndu mér auðmýktri auðmýkt.
Veittu mér þolgæði að bíða þess að þú sendir þinn blessaða son að vitja mín. Veittu mér
hvfld, þegar minn tími er kominn. Eg sit hér og bíð“ (Steinunn Jóhannesdóttir 1995, s.
62).
38 Jakob Jónsson 1983, s. 83.
39 Jakob Jónsson 1983, s. 65-68.
40 Steinunn Jóhannesdóttir 1983, s. 29.
19
L