Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2001, Blaðsíða 22
Arnfríður Guðmundsdóttir
augu hins unga og reynslulitla guðfræðinema fyrir leyndardómi þjáningarinn-
ar. Guðríður hafði kynnst þjáningunni ríkulega áður en leiðir hennar og Hall-
gríms lágu saman og Hallgrímur nýtur góðs af þeirri reynslu. En eins og áður
hefur komið fram lýkur þjáningarsögu Guðríðar ekki við frelsið úr Barbarí-
inu. í verki Steinunnar er vendipunkturinn ekki holdsveiki Hallgríms, heldur
ótímabær dauði Steinunnar dóttur þeirra. Það verður stóra þjáningin í lífi Hall-
gríms. Dauði Steinunnar, eftirlætis föður síns, gerir Hallgrím að nýju skáldi.
Um þennan atburð segir Guðríður í leikriti Steinunnar:
Þú skildir ekki hvernig hann gat gert þér þetta, þér sem varst hans trúr þjónn. Þér
sem söngst honum lof og prís hvern messufæran sunnudag. Þú hrópaðir eins og
ég hafði hrópað í minni útlegð. Guð minn, guð minn, hví hefur þú yfirgefið mig!
Þú æddir upp í heiðina og skildir mig eftir með grátandi bræður hennar mér við
öxl.41
Eftirmælin um Steinunni litlu marka upphafið að nýjum kafla í lífi skáldsins
en hafa einnig örlagarík áhrif á samband Hallgríms og Guðríðar í leikriti
Steinunnar. Missir Guðríðar er tvíþættur og sorgin yfirþyrmandi. „Hann tók
þig frá mér,“ segir Guðríður við Hallgrím.
Hann tók litlu dóttur okkar og hann tók huga þinn. Eftir þetta ætlaði hann þér
nýtt hlutverk. Hann vildi fá þig óskiptan í sína þjónustu. Þú gekkst inn í heim
trúarinnar og skáldskaparins og gleymdir mér þarna við Kirkjuvoginn.42
„Drottinn gaf og drottinn tók.“ Líkt og í leikriti Jakobs er ýmislegt sem
vísar til kristsgervingar Hallgríms í leikriti Steinunnar. Hallgrímur kom inn í
líf Guðríðar í hlutverki frelsarans. Það var hans hlutverk að reisa við reyrinn
brotna43 og gefa henni nýtt líf.44 Áður hefur verið minnst á hróp Hallgríms
í þjáningunni.45 Leið Hallgríms lá upp á Golgata, krossinn var líkþráin. Þeg-
ar líkþráin hafði tekið völdin snerust hlutverkin við og Guðríður varð frels-
arinn sem rétti hinum hrjáða hjálparhönd.46
41 Steinunn Jóhannesdóttir 1995, s. 50.
42 Steinunn Jóhannesdóttir 1995, s. 53.
43 Steinunn Jóhannesdóttir 1995, s. 62.
44 Steinunn Jóhannesdóttir 1995, s. 34, 39. Þegar Hallgrímur birtist fyrst í leikriti Steinunn-
ar þá er það „hjá krossi eða mynd af Kristi [við Kristslíkneskið] aftast í kirkjunni" (Stein-
unn Jóhannesdóttir 1995, s. 29). Er hugsanlegt að sú staðsetning eigi að árétta hlutverk
Hallgríms sem frelsara í leikritinu?
45 Mk 15.34: „Guð minn, Guð minn, hví hefur þú yfirgefið mig?“
46 Steinunn Jóhannesdóttir 1995, s. 61. Um umönnun sína um Hallgrím á dánarbeðinu seg-
ir Guðríður m.a.: „Þú komst til mín og ég laugaði fætur þína“ (Steinunn Jóhannesdóttir
1995, s. 59). Myndin af fótaþvottinum minnir óneitanlega á Krist, þegar hann þvær fæt-
20
J