Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2001, Side 27
Björn Björnsson
Manngildiskenning Helmuts Thielicke
Þegar þýski guðfræðingurinn og siðfræðingurinn Helmut Thielicke fylgdi úr
hlaði fyrsta bindi af fjórum hins mikla ritverks um Theologische Ethik, guð-
fræðilega siðfræði, lagði hann á það höfuðáherslu að brýnast viðfangsefna sið-
fræðinnar væri spurningin um manninn, nánar tiltekið spurning mannsins um
sig sjálfan og stöðu hans í heiminum. Engin undur að þannig sé spurt, sagði
Thielicke, þar sem ekki fái lengur dulist að maðurinn hefði glatað sjálfum sér
og heiminum með. Þessi einstaka áhersla Thielicke á manninn og örlög hans
í náinni framtíð réðst án nokkurs vafa af því að hann hóf að semja siðfræð-
ritið við lok heimsstyrjaldarinnar síðari. Á þeim tímamótum, á ögurstundu sið-
menningar þar sem hún hafði risið hvað hæst, er ekki að undra að prófessor
í guðfræðilegri siðfræði, um tíma rektor háskólans í Hamborg, telji það for-
gangsverkefni að opna umræður um manninn, um mennsku og ómennsku, á
einhverju versta tímabili niðurlægingar mannkyns sem sögur fara af.
Ég mun í máli mínu gera mannfræði Thielicke nokkur skil, hvernig hann
guðfræðilega leggur grunn að manngildi og mannhelgi.
I
En fyrst skal hugað að öðrum tímamótum, aldahvörfum, sem enn á ný, en með
allt öðrum hætti, gera spurninguna um manninn, gæfu hans og gengi í bráð
og lengd, ekki síður mikilvæga en á örlagatímum heimsstyrjaldarinnar síð-
ari.
Nú bregður öðruvísi við, ekki er við vitstola, guðlausar heimsyfirráða-
stefnur og helfarir að etja, þar sem virðing fyrir helgi mannslífsins var virt
að vettugi.
Aðrir tímar hafa gengið í garð, nú er það ekki maðurinn í ömurlegri nið-
urlægingu valdafíknar og ódæðisverka, sem gefur tilefni til spurningarinnar
um siðferðilega ábyrgð og mannleg heilindi. Nýja öldin heilsar með lúðra-
blæstri og yfirlýsingu um alla heimsbyggðina þess efnis að senn komi að því
að síðasta kafla „Bókar lífsins" verði lokið, þegar kortlagningu genamengis
25