Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2001, Side 28
Björn Björnsson
mannsins lýkur. Þá sé og senn að því komið að leysa lífsgátuna torráðnu; áður
var haft að orði að örlög manna réðust að ofan „nú vitum við að örlagavald-
urinn mikli eru genin okkar“. Svo mælti James Watson, nóbelsverðlaunahafi
sem ásamt öðrum uppgötvaði uppbyggingu DNA-sameindarinnar, í viðtali við
tímaritið Time. Nú er jafnframt farið að tala um „almætti“ genanna sem hinn
allsráðandi þátt í eðli mannsins. Þess háttar erfðafræðileg nauðhyggja byrjar
sakleysislega með þeirri hugsun að væri mögulegt að finna genið sem veld-
ur tilteknum sjúkdómi, þá væri lækning á næsta leiti með genatæknilegri með-
ferð. En orðræðan heldur áfram. Hvers vegna láta staðar numið við sjúkdóma?
Ráða genin einnig mannlegu atferli? Ef svo skyldi nú vera væri þá rétt að
ásaka menn fyrir andfélagslega hegðan? Bæri ekki að lýsa þá saklausa? Ætti
að reyna að breyta genum andfélagslegra einstaklinga eða hópa? „Þetta ligg-
ur allt í genunum“, segja menn. Ted Peters, sem veitt hefur forstöðu guðfræði-
legri og siðfræðilegri athugun á genamengisáætluninni, Human Genome
Project, telur ástæðu til að nefna „mýtuna um genin“ í þessu sambandi.1 Mýt-
an birtist skv. túlkun hans í tvenns konar nauðhyggju.
Þá fyrri nefnir hann „strengjabrúðu nauðhyggju", þegar DNA er skoðað
í hlutverki leikstjóra í brúðuleikhúsi þar sem menn dansa í togi genitískra
strengja eins og brúður í hendi leikstjórans. Ef DNA ræður háralit okkar og
hvaða sjúkdóma við fáum, kann þá ekki að vera að DNA ráði einnig hegðan
okkar og hafi jafnvel stjórn á dygðum og löstum?
Seinni gerð nauðhyggju mýtunnar um genin nefnir Peters „Prómeþeíska
nauðhyggju".
í henni felst að menn muni telja sig hafa öll völd á genunum í sínum hönd-
um, þegar að því komi fyrr eða seinna að vísindamenn leysa gátuna um DNA.
Þá opnist mönnum leið inn í DNA með tól sín og tæki og verði þess megn-
ugir að hafa afdrifarík áhrif á þróunarferil mannsins til ófyrirsjáanlegrar fram-
tíðar.
Strengjabrúðu nauðhyggja tjáir að menn séu sem fórnarlömb gena sinna,
en Prómeþeíska nauðhyggjan að þeir muni þegar fram líða stundir ná á þeim
fullum tökum.
Sameindalíffræðingar telja lítil eða engin rök fyrir því að fallast á kenn-
ingu um erfðafræðilega nauðhyggju, sem kollvarpaði hefðbundnum skilningi
á frjálsræði viljans.
R. David Cole segir af þessu tilefni, að þótt kenningin um frjálsræði vilj-
1 Ted Peters: Genes, Theology, and Social Ethics: Are we Playing God? í Ted Peters(ritst.)
Genetics. Issues of Social Justice. Cleveland, Ohio 1998. s. 15 nn. Sjá einnig: Ted Pet-
ers: Playing God. Genetic Determinism and Human Freedom. New York/London 1997.
26