Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2001, Síða 31
Manngildiskenning Helmuts Thielicke
sanna tign. í þessum ákveðna skilningi er óhætt að segja að manngildið sé
manninum áskapað.
Þessa ályktun er eðlilegt að draga þegar haft er í huga að mannfræði Thi-
elicke er í allri sinni gerð guðfræðileg, ríkur þáttur í sköpunarguðfræði hans,
og síðar í guðfræði endurlausnarinnar.
Kenningin um imago Dei er yfirlýsing um samfélag við Guð og um kær-
leika Guðs. Guð skapar í kærleika, kallar til þjónustu í kærleika, endurleys-
ir í kærleika. Guð, sem er kærleikur, skapar guðsmyndina í manninum og stað-
festir manngildið. Kenningin um imago Dei vitnar ekki um eðlishyggju held-
ur er nær sanni að skoða hana sem tengslakenningu.
IV
Túlkun Thielicke á kenningunni um imago Dei sem þríþætt tengsl mannsins
við Guð í kærleika er í fullu samræmi við eðli og inntak tvöfalda kærleiks-
boðorðsins og vísar bæði beint og óbeint til þess. Maðurinn er skapaður eft-
ir Guðs mynd og til Guðs myndar. í því felst að maðurinn hefur þá köllun að
elska Drottinn Guð af öllu hjarta sínu, allri sálu sinni, öllum mætti sínum og
öllum huga sínum, og náunga sinn eins og sjálfan sig. Með eigin orðum Thi-
eliche er guðsmynd mannsins Gabe und Aufgabe, gjöf og köllun; gjöfin tjá-
ir elsku Guðs, köllunin andsvar mannsins og ábyrgð að vitna um guðsmynd
sína með því að lofa Guð og elska náunga sinn með þeim hætti að virða guðs-
mynd hans og manngildi.
Það er með vísan til þessarar virðingar og viðurkenningar á því að allir
menn jafnt séu skapaðir í Guðs mynd og til Guðs myndar að boðorðið um að
elska óvini sína staðfestist í merkingu sinni af munni Jesú „svo að þér reyn-
ist börn föður yðar á himnum.“ Mt 5:45
í umfjöllun sinni um imago Dei, guðsmynd mannsins, vitnar Thielicke
iðulega í rit Lúthers. Sigurjón Árni Eyjólfsson kemst m.a. þannig að orði um
mannskilning Lúthers í bók sinni um guðfræði Lúthers:
Lúther leggur ætíð áherslu á „ég-þú“ samband Guðs og manns, maðurinn kem-
ur til sjálfs sín vegna þess að Guð kallar hann með orðinu til sín. Fyrir þessa
köllun verður maðurinn að persónu. Hann er því öðru fremur tengslavera, og hann
ber ætíð að skoða í ljósi sambands hans við Guð, náungann og umheiminn.4
Af þessum ummælum má greinilega ráða að Thielicke var undir sterkum
áhrifum frá Lúther. Upprunastaða mannsins í þríþættum, samvirkandi tengsl-
4 Sigurjón Árni Eyjólfsson: GuÖfrœði Marteins Lúthers. Reykjavík, 2000. s.494
29