Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2001, Síða 32
Björn Björnsson
um mælir fyrir um þríeina siðferðilega ábyrð gagnvart Guði, mönnum og um-
heiminum.
V
Þér eigið að hœtta hinni fyrri breytni og afklœðast hinum gamla manni,
sem er spilltur af tælandi girndum, en endurnýjast í anda og hugsun og
íklœðast hinum nýja manni, sem skapaður er eftir Guði í réttlæti og
heilagleika sannleikans. Ef 4:22-24.
Thielicke vekur sérstaka athygli á að kenninguna um sköpun mannsins í Guðs
mynd ber að túlka í víðara samhengi sköpunarguðfræði Biblíunnar. Þar eru
það hin virku tengsl milli sköpunar og endurlausnar, sköpunar og sáttmála,
milli fyrirheitis og uppfyllingar, milli mannkyns er með brigðum sínum, synd,
rýfur samfélagið við Guð, og hins „nýja manns“, Jesú Krists, sem einn allra
mannsins barna ber imago Dei, mynd Guðs og líkingu, heila og óflekkaða,
án syndar. Markhyggjan um hinsta tilgang sköpunarverksins ásamt „eskató-
lógíunni" um nýja sköpun og nýjan heim, „til þess að Guð verði allt í öllu“,
lKor 15:28, má segja að séu byggð inn í sköpunarguðfræðina, gefi henni
markmið og inntak.
Mannfræði sem reist er á kenningunni um guðsmyndina fellur beint að
þessum skilningi á sköpunarmætti Guðs, segirThielicke, þegar að því er gætt
að maðurinn er skapaður eftir Guðs mynd til sömu myndar hins nýja manns
í Jesú Kristi. Guðsmyndina þiggur maðurinn að gjöf og gjöfinni fylgir sú
lífsköllun og fyrirheit, að „(við) verðum fullþroska og náum vaxtartakmarki
Krists fyllingar“, eins og segir í Efesusbréfinu, 4. kafla, 13. versi.
Þessi kristfræðilega túlkun mannfræði Biblíunnar kemur glöggt fram í
bréfum Páls postula og setur sterkan svip á guðfræðilega mannfræði og sið-
fræði. Vitnað skal til fleiri ummæla postulans þessu til áréttingar. í Efesus-
bréfinu segir enn fremur: „Vér erum smíð Guðs, skapaðir í Kristi Jesú til góðra
verka. Ef 2:10. í Kólossubréfinu fer ekkert milli mála um tengsl mannskiln-
ings og siðfræði, en þar segir:
„Ljúgið ekki hver að öðrum, því þér hafið afklæðst hinum gamla manni
með gjörðum hans og íklæðst hinum nýja, sem endurnýjast til fullkominnar
þekkingar og verður þannig mynd skapara síns. (leturbreyting höfund-
ar)...íklæðist því eins og Guðs útvaldir, heilagir og elskaðir, hjartans með-
aumkun, góðvild, auðmýkt, hógværð og langlyndi. Umberið hver annan og
fyrirgefið hver öðrum, ef einhver hefur sök á hendur öðrum. Eins og Drott-
inn hefur fyrirgefið yður, svo skuluð þér og gjöra. En íklæðist yfir allt þetta
elskunni, sem er band algjörleikans.“ Kól 3:9 nn.
30