Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2001, Side 33
Manngildiskenning Helmuts Thielicke
Fjallræða Jesú, sem ásamt tvöfalda kærleiksboðorðinu er kjarninn í siða-
kenningu hans, setur markið hátt: „Verið þér því fullkomnir, eins og faðir yðar
himneskur er fullkominn.“ Mt 5:48. Til marks um hvers er krafist til að upp-
fylla þá skyldu er eftirtektarvert að hlusta eftir upphafsorðum ræðunnar, sælu-
boðunum svonefndu, sem þjóna sem eins konar forleikur megin inntaks ræð-
unnar. Þar segir m.a.: Sælir eru hógværir, sælir eru þeir, sem hungrar og þyrst-
ir eftir réttlætinu, sælir eru miskunnsamir, sælir eru hjartahreinir, sælir
eru friðflytjendur, sælir eru þeir, sem ofsóttir eru fyrir réttlætissakir, sbr.
Mt 5:3-10
Útleggingin er: sælir eru þeir sem með sínum tiltekna hætti, hógværir, mis-
kunnsamir, hjartahreinir, friðflytjendur eru nú þegar fullkomnir „eins og fað-
ir yðar himneskur.“
Páll postuli lýsir því með inntaksríkum áminningarorðum hvernig Jesús
sjálfur bar köllun sinni vitni sem sönn ímynd Guðs.
„Verið með sama hugarfari sem Jesús Kristur var.
Hann var í Guðs mynd. En hann fór ekki með það sem feng sinn að vera
Guði líkur. Hann svipti sig öllu, tók á sig þjóns mynd og varð mönnum lík-
ur. Hann kom fram sem maður, lægði sjálfan sig og varð hlýðinn allt til dauða,
já, dauðans á krossi.
Fyrir því hefur og Guð hátt upp hafið hann og gefið honum nafnið, sem
hverju nafni er æðra, til þess að fyrir nafni Jesú skuli hvert kné beygja sig á
himni, jörðu og undir jörðu og sérhver tunga játa Guði föður til dýrðar: Jesús
Kristur er Drottinn.“ F1 2:5-11.
VI
Karen Lebacqz, sem eins og fyrr segir aðhyllist femíniska siðfræði, vekur máls
á því að kenning Thielicke um dignitas aliena, aðfengna tign, kunni að sæta
gagnrýni að hálfu femínista og frelsunarguðfræðinga. í fyrsta lagi vegna þess
að nefna tign mannsins „aðfengna" feli í sér að hún sé ekki okkar í eiginleg-
um skilningi.
Áhersla nú á dögum sé einmitt á manngildi sem óbifanlegan eðlisþátt
manneskjunnar og jafnframt undirstöðu mannréttinda.
í öðru lagi komi Guð í þessu tilliti fyrir sjónir sem fjarlægur, upphafinn,
almáttugur Guð, en manneskjan sem lítiðmótlegt peð frammi fyrir hátign hins
Hæsta.
Það er ekki nema eðlilegt, segir Karen, að spurt sé við slíkar aðstæður
hvort túlkun Thielicke á manngildi sem dignitas aliena sé guðfræðilega og
siðfræðilega ásættanleg. Felur hún í sér of veikbyggða manngildiskenningu,
31