Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2001, Page 39
. . . af stallinum Kristí
Fæðing þín, læknir lýða,
lífgar menn þá þig kenna,
aumum hjálpar heimi,
hætt mein endurbættir.
Sól réttlætis sæla
svart hún dragi úr hjarta.
Jesús einn mér lýsi
svo ill synd fái ei blindað.12
Hinir guðspjallssálmar jólanna eru út frá jólaguðspjalli Jóhannesar, (Jh
1.1-14; sá síðari raunar ortur allt til 18. vers). Fyrri sálmurinn ber yfirskrift-
ina „Um eilífa Guðs sonar fæðing af föðurnum“ en sá síðari hefur enga yfir-
skrift.
Þó að guðspjallssálmar þessir séu fyrst og fremst endursögn guðspjallanna,
þá er höfundur ekki hlutlaus í frásögn sinni heldur yrkir út frá þeirri sannfær-
ingu, að guðspjöllin boði fæðingu hins eilífa Guðs sonar í heiminn. Þess vegna
veit hann sig vera að greina frá atburði sem markar úrslit fyrir líf hvers og
eins. Þessi áhersla er greinilegri í síðari sálmunum tveim út af jólaguðspjalli
Jóhannesar en þeim fyrsta. I fyrri sálminum segir:
Orðið var hold og hjá oss býr,
hefur oss birst þess virðing dýr
eingetins sonar eins sem nýr
eðliskraftur sá ódyggð flýr.
Af föðurnum getinn, fylldur dáð,
frábærri tryggð og allri náð,
hvör að best geymir sannleiks sáð,
sé honum dýrð um loft og láð.13
í síðara sálminum segir á þessa leið:
Orðið var hold af mestri mildi,
meður oss dyggðugt síðan byggði.
Vér sáum hans dýrð og alla æru
sem eingetins Guðs sonarins hreina.
Af föðurnum borinn, fullur náðar,
færir oss það ljósið skæra,
sannleiksorðið, svo að vér verðum
síðan Guðs börn ef að vér tryðum14
12 Vísnabók Guðbrands s. 10.
13 Vísnabók Guðbrands s. 11.
14 Vísnabók Guðbrands s. 12.
37