Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2001, Page 40
Einar Sigurbjörnsson
Fyrri sálmurinn endar á eftirfarandi bænarorðum:
Góði Jesú, vor Guð og mann,
gleð eg mig nú við kærleik þann
sem föður þíns elskan upp á fann
orð hans og náð svo til mín rann.
Sólin réttlætis, send þú mér
það sæta Ijós sem skín af þér,
synda myrkrum og villu ver
vor náttúra því saurguð er.15
II
Jólakvæðin tvö sem sr. Einar yrkir til viðbótar guðspjallssálmunum hafa ann-
að yfirbragð en þeir. Þau geyma íhuganir til lærdóms, áminningar og hugg-
unar eins og Hallgrímur átti eftir að lýsa verkefni sínu við gerð Passíu-
sálmanna.16 Skáldið gengur út frá sögunni, skírskotar til hennar og dregur lær-
dóm af því sem sagan birtir. Kvæðið er 13 erindi. Það skiptist í inngang
(1.-4. erindi), útleggingu jólaguðspjalls Lúkasar (5.-11. erindi). Kvæðinu lýk-
ur á lofgjörð (12.-13. erindi).
í inngangi kvæðisins er markmiði jólahaldsins lýst á þessa leið:
Velgjörning þann eg vildi nú
virða af ást og góðri trú;
hann fæddist maður af Máríu frú,
af anda Guðs getinn án sáðs,
manns girndarráðs.
Höfuðenglarnir halda enn
hátíð og Guðs útvaldir menn
syngja lof af því allir senn
Guð gjörðist mann, heiðrum vér hann,
hver best sem kann.17
15 Vísnabók Guðbrands s. 11.
16 Sjá Einar Sigurbjörnsson: „Píslarsaga og Passíusálmar." Ritröð Guðfrœðistofnunar 9,
Reykjavík 1994, s. 119-121.
17 Vísnabók Guðbrands s. 98, (3. og 4. erindi).
38