Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2001, Side 43
. . . af stallinum Kristí“
Upp úr stallinum eg þig tek
þó öndin mín sé við þig sek;
barns mun ekki bræðin frek,
bið eg þú ligg mér nærri.
Með vísnasöng eg vögguna þína hræri.
Örmum sætum eg þig vef,
ástarkoss ég syninum gef,
hvað eg þig mildan móðgað hef,
minnstu ei á það kæri.
Með vísnasöng eg vögguna þína hræri. (6.-9. erindi)
Markmið jólahaldsins er því tjáð á þennan hátt:
Þér gjöri eg ei rúm með grjót né tré,
gjarnan læt eg hitt í té,
vil eg mitt hjartað vaggan sé,
vertu nú hér minn kæri.
Með vísnasöng eg vögguna þína hræri. (10. erindi)
í þeirri vöggu er trúin koddi og elskan og iðrunin sængin (11.-14. erindi) og
við það fær trúuð sála vernd og blessun Jesúbarnsins sem er Immanúel, Guð
með oss:
Vertu yfir og undir hér,
Emmanúel, fagna eg þér,
á bak og fyr og í brjósti mér
og báðum hliðunum nærri.
Með vísnasöng eg vögguna þína hræri. (15. erindi)
Með þessum erindum tjáir Einar hið dulúðuga inntak jólanna sem er ný fæð-
ing Guðs sonar í hjarta einstaklingins.23 Skírskotunin til einstaklingsins er
sterk, kvæðið er allt í eintölu. En þarna er ekki einstaklingshyggja á ferðinni.
Skáldið hvetur ekki einstaklinginn að leita sér reynslu heldur talar það til hins
skírða, kristna einstaklings, sem er barn kirkjunnar. Þar með er sú dulúð sem
einkennir kvæðið félagsleg eða kirkjuleg eins og sést af skírskotun kvæðis-
ins til kirkjunnar. Fæðing Guðs sonar í hjarta einstaklingins eða leyndarsam-
eining sálarinnar við Guð (unio mystica) gerist heldur ekki milliliðalaust,
heldur fyrir milligöngu orðsins sem er boðað í kirkjunni. Dulúð er því ekki
reynsla óháð mannlífinu sjálfu, heldur reynir fólk hana á sviði mannlífsins eins
23 Sama hugsun kemur fram í fomri kollektu jóladagsins: „Vér biðjum þig, almáttugi Guð,
að láta nýja fœðingu einkasonar þíns frelsa oss undan þungbæru oki syndarinnar." Hand-
bók íslensku kirkjunnar. Reykjavík 1981, s. 66 (leturbreyting mín).
41