Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2001, Síða 44
Einar Sigurbjörnsson
og upphafleg fæðing Jesú Krists gerðist á sviði mannkynssögunnar. Með þessu
móti tjáir Einar þá áherslu siðbótar að trúin er ekki sérgreint, einangrað fyr-
irbæri óháð manninum, lífi hans og amstri, heldur snertir hún manninn í líf-
inu miðju.
Dulúð af þessu tagi birtist víða í sálmum jólanna. Áður hefur verið minnst
á sálm Lúthers „Af himnum ofan boðskap ber“ þar sem segir í 9. erindi:
Því bú til vöggu í brjósti mér,
minn besti Jesús, handa þér.
í hjarta mínu hafðu dvöl,
svo haldi ég þér í gleði og kvöl.24
Ennfremur má benda á aðventusálm séra Valdimars Briem, „Slá þú hjartans
hörpustrengi“25 og jólasálm séra Matthíasar Jochumssonar, „Ég vil með þér,
Jesús, fæðast.“26
í framhaldinu víkur Einar að gjöfum vitringanna eða að guðspjalli þrett-
ándans sem enn var helgidagur um daga hans og allt til ársins 1770. Vitring-
arnir gáfu gull, reykelsi og myrru. Þegar vér setjum oss í spor vitringanna og
færum Jesúbarninu gjafir, þá er trúin gull, bænin er reykelsi og þakklæti vort
er myrra.
Niðurlag kvæðisins er bæn um sanna ávexti iðrunarinnar (23.-29. erindi).
Þar er skírskotað til guðspjalls nýársdagsins, áttadags jóla, um umskurn
Krists:
Umsker, herrann, hjartað mitt
og hrær það að geyma orðið þitt;
yfirhúð synda held eg hitt
sem hamlar að eg það læri.
Með vísnasöng eg vögguna þína hræri. (23. erindi)
Inntakið í niðurlagserindunum er að Jesús Kristur sem Guð og maður þekki
neyð og kvöl mannkynsins og geti því komið til hjálpar þeim sem biðja hann
í einlægni:
Þó skelfi synd eða Satan mig,
sæti Jesús, beiði eg þig
að heljarógnin hræðilig
í hugarvíl ei mig færi.
Með vísnasöng eg vögguna þína hræri.
24 Sálmabók (slensku kirkjunnar. Reykjavík 1972 nr. 85, 9. erindi.
25 Sálmabók (slensku kirkjunnar. Reykjavík 1972 nr. 57, 3. erindi.
26 Sálmabók (slensku kirkjunnar. Reykjavík 1972 nr. 95.