Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2001, Page 45
. . . af stallinum Kristí“
Af voru holdi hold og bein
hjálparinn tók fyr utan mein
að óspjallaðri guðdóms grein
svo Guð og maður hann væri.
Með vísnasöng eg vögguna þína hræri.
Hann kennir í brjósti um bræður sín
og bjargar þeim frá synd og pín;
í dauðans neyð þá minnstu mín
og mjúklega endurnæri.
Með vísnasöng eg vögguna þína hræri.
Þá sálin skilur við sjúkan búk,
sé þín, Jesús, lækning mjúk,
en fyrir henni upp þú ljúk
unaðarstaðnum kæri.
Með vísnasöng eg vögguna þína hræri. (26 .-29. erindi).
III
Sjötta jólakvæði Vísnabókar er eftir óþekktan höfund.27 Upphafslína sálms-
ins er „Óhó, mín sál, upp vakna nú“ og ekki laust við að manni verði hugs-
að til Hallgríms og upphafs Passíusálmanna, „Upp, upp, mín sál, og allt mitt
geð.“ Við yfirlestur kemur í ljós að þetta er mjög metnaðarfullt kvæði. Það
er langt, alls 51 erindi. í því koma fyrir mörg minni og ljóst að skáldið hef-
ur í huga allan jólatímann frá upphafi aðventu til þrettánda. Með hliðsjón af
því gæti yfirskrift kvæðisins verið: „Koma Drottins."
Kvæðið hefst á hvatningu. Skáldið hvetur sál sína að vakna því að fögn-
uður hennar sé nærri:
Óhó, mín sál, upp vakna nú,
allfast úr máta sefur þú,
sjá nú þinn sældartíma.
Lífs fagur kemur ljóminn þinn
látandi frammi geislann sinn,
lít það að liðin er gríma. (1. erindi)
í fyrstu eru ítrekuð minni aðventunnar: Drottinn er í nánd (1.-10. erindi). Höf-
undur hvetur þar sál sína til að hreinsa skírnarklæði sitt því að himnesk bless-
27 Vísnabók Guðbrands s. 330-334. Freistandi er að eigna séra Ólafi Einarssyni í Kirkjubæ
þetta kvæði. Ólafur var sonur Einars Sigurðssonar, lærður maður og gott skáld, sbr. Vísna-
bók Guðbrands s. XXXVIII.
43