Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2001, Side 47
. . af stallinum Kristí“
heimi má vænta endurnýjunar þegar Kristur verður allt í öllum. Og einmitt
þessi hending, „því Kristur er allt í öllum“, er niðurlag allra vísna og þar með
eins konar viðlag í þeim hluta kvæðisins sem fjallar um þessa framtíðarvídd
og endurlausn alls heimsins:
Sólunnar bjartleik sigra kann,
sérhvör útvalinn kristinn mann,
blessaður í himna höllum.
Förfuð eru hans föt með blóð,
það frelsarans út af æðum stóð,
því Kristur er allt í öllum.
I soddan skrúða sjá þeir þá,
sannhelga þrenning sér í hjá,
blessaða í himna höllum.
Seðjast af þessum sætleik þeir,
sannlega girnast einskis meir,
því Kristur er allt í öllum.
Með einu hljóði allir menn,
englum samlíkir munu senn,
segja í himna höllum:
Heilagur herra Guð,
hefur þú endað vora nauð,
því Kristur er allt í öllum. (40.-42. erindi)
Með þessari áherslu á framtíðarvídd jólanna eða eskatólógíska vídd þeirra,
dregur skáldið fram áhersluatriðin í aðventu- og jólatextum Jesaja (Jes. 2.1-
4; 9.1-7; 11.1-9) sem ætíð hafa orkað mjög á kristna tilbeiðslu og íhugun um
jólatímann. Sú áhersla leiðir eðlilega inn í niðurlag kvæðisins (47.-51. erindi)
sem er lofsöngur þar sem allt á himni og jörðu er kallað til lofgjörðar. Jóla-
skáld Vísnabókar horfir þannig með sama hætti og Hallgrímur í 25. Passíu-
sálmi fram til þess tíma er það ásamt englum og skara endurleystra gengur
fram fyrir hástól Guðs að syngja honum lof í dýrðinni eilífu.
Hin altæka alheimsvídd í þessu kvæði er sérstök og áhugaverð og ástæða
til að nema staðar við hana. Alheimsvíddin ræðst af því að orðið sem varð
hold á jólum er sköpunarorð Guðs. Þess vegna er sú endurlausn sem jólin
kunngjöra endurlausn gjörvallrar sköpunarinnar, jafnt hinnar lifandi sem
dauðu náttúru. Þessarar víddar sér víða stað í andlegum kveðskap allt fram á
vora daga. Það má sem dæmi taka nýárssálm sr. Einars Sigurðssonar í Vísna-
bók þar sem hann túlkar undur holdgunar Guðs sonar út frá alheimslegu gildi
hennar og virðist þar ganga út frá því að jóladagur sé jafnframt nýársdagur
45
L