Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2001, Blaðsíða 48
Einar Sigurbjörnsson
eins og algengt var um daga hans.30 Af þekktum nútímajólasálmum eru það
einkum sálmarnir „Sjá himins opnast hlið“ eftir séra Björn Halldórsson og
„I dag er glatt í döprum hjörtum“ eftir séra Valdimar Briem, þar sem sköp-
unaráherslan kemur fram. Séra Björn horfir til framtíðar og sér „sigur, líf og
von“ rísa með Jesú Kristi, sem er „réttlætisins sól.“31 í sálmi séra Valdimars
er íslenskur vetrarhiminn vísbending um himneskan söng til manna um „dýrð
Guðs föður, frið á jörð og föðurást á barnahjörð.“32 Sköpunarminnin eru í
fleiri í jólasálmum vorum. „Hin fegursta rósin er fundin“ segir í einum
sálmi,33 „f>að aldin út er sprungið“ í öðrum.34 Og ekki má gleyma sálminum
góða „Fögur er foldin, heiður er Guðs hirninn."35
Þessi áhersla á hið alheimslega inntak jólanna er athyglisverð og ástæða
til að ítreka hana nú um stundir þegar lengi hefur verið gengið út frá því að
trúin sé málefni einstaklinga og helst hins innra manns. Ýmsir hafa álitið að
trúin skírskotaði lítt til félagslegra málefna og því síður til náttúrunnar og hins
náttúrlega umhverfis. Tilbeiðsluarfurinn í sálmum og ljóðum og ekki síst þessi
lofgjörð hins óþekkta íslenska skálds frá upphafi 17. aldar sýnir oss að trúin
á sér fleiri víddir en þá sem fyrst og fremst skírskotar til einstaklinga og tek-
ur líka til umhverfis mannsins í samfélagi manna og í hinu náttúrulega sam-
félagi. Á dögum vistkreppu sem er afleiðing þess að menn hafa hafið sig yfir
sitt náttúrulega umhverfi er hollt að staldra við þessi fornu áhersluatriði og
taka undir lofgjörð óþekkta skáldsins íslenska:
Lofi þig bæði loft og sjór,
lofi þig allur engla kór,
lofi þig, himinninn hæsti.
Lofi þig stjörnu ljósin fríð,
lofi þig tungl og sólin blíð,
já, lofi þig, Guð[s] son glæsti.
Lofi þig bæði lögur og fold,
lofi þig gjörvallt jarðneskt hold,
lofi þig steinn og stræti.
Lofi þig fjöll og lautir nú,
lofi þig allt hvað skapaðir þú,
Já, lofi þig son Guðs sæti.
30 Vísnabók Guðbrands s. 119-121; um jóladag sem nýársdag sjá Vísnabók Guðbrands
s. 460.
31 Sálmabók íslensku kirkjunnar nr. 88, 5. erindi.
32 Sálmabók íslensku kirkjunnar nr. 78, 4. erindi.
33 Sálmabók íslensku kirkjunnar nr. 76.
34 Sálmabók íslensku kirkjunnar nr. 90
35 Sálmabók íslensku kirkjunnar nr. 96.
46