Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2001, Page 49
Gunnlaugur A. Jónsson
íslands þúsund ár
Sálmur 90 í sögu og samtíð
90. sálmur Saltarans hljómar kunnuglega í eyrum flesta íslendinga. Ástæðan
er sú að þjóðsöngur okkar var ortur út af þessum sálmi í tilefni af þúsund ára
afmæli íslandsbyggðar 1874. Nú þegar við höfum nýlega minnst þúsund ára
kristni hér á landi er vel við hæfi að taka þennan sálm til umfjöllunar þar sem
stefið um „þúsund árin“ kemur við sögu og gegnir raunar þýðingarmiklu hlut-
verki.
Þrenns konar sjónarhorn
í þeirri grein sem hér fer á eftir verður sálmurinn skoðaður út frá þremur mis-
munandi sjónarhornum eða aðferðum, fyrst hinni hefðbundnu, þ.e. hinni form-
sögulegu rannsóknaraðferð sem Þjóðverjinn Hermann Gunkel (1862-1932) er
upphafsmaður að, og síðan út frá sjónarhomum sem í auknum mæli hafa ver-
ið notuð í sálmarannsóknum Gamla testamentisins á allra síðustu árum. Ann-
ars vegar er um að ræða stöðu sálmsins innan sálmasafnsins og þýðingu stað-
setningar hans og hins vegar áhrifasögu eða viðtökurannsóknir hans, en það
er áhersla sem ég hef um allmörg undanfarin ár kynnt í ræðu og riti, bæði hér
á landi og erlendis.1 Mér til gleði hef ég orðið þess áþreifanlega var að sú
nálgun á nú um stundir mjög vaxandi fylgi að fagna innan G.t.-fræðanna eins
og vel kom fram á þingi Society of Biblical Literature sem ég sótti í Nashville,
Tennessee í nóvembermánuði árið 2000.
Um hefðbundna ritskýringu einstakra versa sálmsins verður hins vegar
ekki að ræða í þessari grein.2
1 Sjá t.d. Gunnlaugur A. Jónsson, „Og Faraó með sinn heimskuher í Hafinu rauða drekkti
sér.“ Af áhrifasögu Gamla testamentisins, vanræktu en áhugaverðu fræðasviði. Kirkjuritið
51,1,1993: 12-20. Sami: „The Old Testament in Icelandic Life and Literature." Studia
Theologica. A Scandinavian Journal ofTheology 50,2,1996: 101-116. Sami: „Psaltaren
i kulturen. Verkningshistoriens betydelse för exegetiken." Svensk exegetisk ársbok
65,2000: 143-152.
2 Enginn skortur er á slíkri umfjöllun um sálminn. Nægir að benda á ýmis af stærstu og
þekktustu skýringaritunum við Saltarann, svo sem H-J. Kraus, Psalmen, 2. Teilband, Psal-
men 60-150. Neukirchen-Vluyn, 1961/1978. Það verk liggur nú fyrir í enskri þýðingu:
47