Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2001, Side 50
Gunnlaugur A. Jónsson
íslenski þjóðsöngurinn var ortur út af v. 1-4 og v. 12-17 í S1 90 og er því við
hæfi að birta þann hluta sálmsins hér:
Drottinn, þú hefir verið oss athvarf frá kyni til kyns.
Aður en fjöllin fæddust
og jörðin og heimurinn urðu til,
frá eilífð til eilífðar ert þú, ó Guð.
Þú lætur manninn hverfa aftur til duftsins
og segir: Hverfið aftur þér mannanna börn!
Því að þúsund ár eru í þínum augum sem dagurinn í gær,
þegar hann er liðinn,
já, eins og næturvaka.
Kenn oss að telja daga vora,
að vér megum öðlast viturt hjarta.
Snú þú aftur, Drottinn.
Hversu lengi er þess að bíða
að þú aumkist yfir þjóna þína.
Metta oss að morgni með miskunn þinni,
að vér megum fagna og gleðjast alla daga vora.
Veit oss gleði í stað daga þeirra er þú hefir lægt oss,
ára þeirra, er vér höfum illt reynt.
Lát dáðir þínar birtast þjónum þínum
og dýrð þína börnum þeirra.
Hylli Drottins, Guðs vors, sé yfir oss,
styrk þú verk handa vorra.
Sálmur 90 hefur verið kallaður einn áhrifamesti sálmur Saltarans.* * 3 Innan hinn-
ar kristnu kirkju er sálmurinn oft notaður við jarðarfarir eða minningarathafn-
ir, enda er forgengileiki mannsins og eilífð Guðs stef sem eiga vel við á slíkum
stundum.
H-J. Kraus, Psalms 60-150. A Continental Commentary. Fortress Press, Minneapolis 1993.
Sjá einnig H. Ringgren, Psaltaren 90-150. Kommentar till Gamla testamentet. EFS-
förlaget, Stockholm 1987, M.E. Tate, Psalms 51-100. Word Biblical Commentary. Word
Books, Publisher. Dallas, Texas 1990, R. Davidson, The Vitality ofWorship. A Comment-
ary on the Book of Psalms. The Handsell Press Ltd., Carberry, Scotland 1998, og K.
Seybold, Die Psalmen. J.C.B. Mohr (Paul Siebeck). Tiibingen 1996.
3 W. Brueggemann, The Message of the Psalms. A Theological Commentary. Augsburg.
Minneapolis 1984:110. Sjá einnig P.D. Miller, Interpreting the Psalms. Fortress Press.
Philadelphia 1986:125.
48