Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2001, Blaðsíða 53
Islands þúsund ár
Þá hefur verið sýnt fram á ýmis konar skyldleika milli S1 90-106 annars
vegar og Deutero-Jesaja hins vegar, þ.e. hins nafnlausa huggunarspámanns út-
legðartímans, en boðskapur hans er varðveittur í k. 40-55 í Jesajaritinu. Slík-
ur skyldleiki komi meðal annars fram í upphafi og niðurlagi 4. bókar sálma-
safnsins annars vegar og Deutero-Jesaja hins vegar. Þannig séu hliðstæður á
milli S1 90 og Jes 40 og S1 106 og Jes 55. Á grundvelli slíkra hliðstæðna hef-
ur því verið haldið fram að 4. bók Saltarans hafi verið samin með Jesaja 40-
55 sem fyrirmynd.9
Að mínum mati er vert að huga að sambandi síðasta sálms 3. bókar Salt-
arans, þ.e. 89. sálms og fyrsta sálms 4. bókar, þ.e. 90. sálmsins. Ekki fer á
milli mála að athyglisverð tengsl eru á milli sálmanna.
Margt bendir til að 89. sálmur lýsi falli Jerúsalemborgar fyrir herjum Ne-
búkadnesars Babýlóníukonungs 586 f.Kr. er konungdæmi Davíðsættar leið
undir lok og musterið var jafnað við jörðu, en sá afdrifaríki atburður var túlk-
aður á þann veg að Jahve hefði snúið baki við þjóð sinni. í v. 39-42 í S1 89
segir:
Og þó hefir þú útskúfað og hafnað
og reiðst þínum smurða
þú hefir riftað sáttmálanum við þjón þinn,
vanhelgað kórónu hans og fleygt henni til jarðar;
þú hefir brotið niður alla múrveggi hans
og lagt virki hans í eyði;
allir vegfarendur ræna hann,
hann er til háðungar orðinn nágrönnum sínum.
Þessi lýsing virðist eiga mjög vel við þann atburð sem áður var minnst á, þ.e.
fall Jerúsalemborgar og upphaf babýlónsku útlegðarinnar, sem stóð á árun-
um 586-538 f. Kr. og markaði upphaf dreifingar Gyðinga um heimsbyggð-
ina.
Aðeins aftar í sama sálmi, þ.e. í v. 47-48, segir:
Hveru lengi, Drottinn, ætlar þú eilíflega að dyljast,
á reiði þín að brenna sem eldur?
Minnst þú, Drottinn, hvað ævin er,
til hvílíks hégóma þú hefir skapað öll mannanna börn.
Þessi vers hafa að geyma orðlag sem er líkara orðlagi í S1 90 en svo að það
geti talist tilviljun. Mér sýnist því augljóst að staðsetning S1 90 næst á eftir
9 J. Creach, JSOT 80,1998: 63-76.
51