Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2001, Page 55
íslands þúsund ár
ur okkar íslendinga. Lofsöngurinn var saminn í tilefni 1000 ára afmælis ís-
landsbyggðar.10
Matthías Jochumsson átti stóran þátt í þjóðhátíðarhaldinu 1874, og orti
hann langflest kvæðin sem sungin voru við það tækifæri. Aðalþjóðhátíðin var
haldin á Þingvöllum og í Reykjavík, og fyrir þessa hátíð var lofsöngurinn ort-
ur, eins og áður sagði, sbr. orðin „íslands þúsund ár“, sem koma fyrir í öll-
um þremur erindum. Heitið á frumútgáfu kvæðis og lags 1874 var: Lofsöng-
ur í minningu Islands þúsund ára.
Dr. Pétur Pétursson (1808-1891), biskup íslands, hafði látið þau boð út
ganga að sérstakur messudagur yrði 2. ágúst í tilefni af þjóðhátíðinni og ræðu-
textinn 90. Davíðssálmur, versin 1-4 og 12-17. Þetta varð sem sé kveikjan að
þeim lofsöngi sem síðar varð þjóðsöngur íslendinga. Var hann sunginn í fyrsta
sinn í Dómkirkjunni 2. ágúst. Kemst Magnús Jónsson skemmtilega að orði í
Sögu Islendinga um þennan atburð: „Vissi og enginn þá, að hér var fæddur
nýr konungur, þjóðsöngurinn.1*11
Kvæðið var ort í Bretlandi veturinn 1873-1874, fyrsta erindið í Edinborg,
en tvö síðari erindin í Lundúnum.12 Sveinbjörn Sveinbjörnsson (1847-1926),
höfundur lagsins, var þá sestur að í Edinborg sem hljómlistarkennari og pí-
anóleikari að loknu fimm ára tónlistarnámi í Kaupmannahöfn, Edinborg og
Leipzig.13 Matthías bjó hjá honum um skeið haustið 1873, en þeir voru skóla-
bræður. Þegar Matthías hafði ort upphafserindi lofsöngsins þarna í Edinborg
sýndi hann Sveinbirni það. Segir hann svo frá þessu í Söguköflum afsjálfum
sér: „Sveinbjörn athugaði vandlega textann, en kvaðst ekki treysta sér til að
búa til lag við; fór svo, að ég um veturinn sendi honum aftur og aftur eggj-
an og áskorun að reyna sig á sálminum. Og loks kom lagið um vorið og náði
nauðlega heim fyrir þjóðhátíðina."
Hér er við hæfi að birta fyrsta erindi þjóðsöngsins:
Ó, Guð vors lands, ó, lands vors Guð,
vér lofum þitt heilaga, heilaga nafn.
Ur sólkerfum himnanna hnýta þér krans
þínir herskarar, tímanna safn.
10 Sjá Fáni Islands, skjaldarmerki, þjóðsöngur, heiðursmerki. Forsætisráðuneytið, Rvk.
1991, sbr. einnig Sigurður Bogi Sævarsson, „Fólkið velur þjóðsönginn. Stutt ágrip af sögu
íslenska þjóðsöngsins." Tíminn 31. mars 1994.
11 Magnús Jónsson, Saga Islendinga. Tímabilið 1871-1903. Níunda bindi. Fyrri hluti. Rvk.
1957:47.
12 Hér er byggt á formála Steingríms J. Þorsteinssonar við útgáfuna á þjóðsöngnum árið
1957: O, Guð vors lands. Þjóðsöngur Islendinga. Ljóð Matthías Jochumsson, lag Svein-
björn Sveinbjörnsson. Rvk. 1957.
13 Sjá Jón Þórarinsson, Sveinbjörn Sveinbjörnsson (AB, Rvk. 1969), einkum s. 112-130.
53